Þeir Helgi Már og Kristján Helgi hafa staðið fyrir Dansþætti þjóðarinnar í tæp 20 ár. Á þessum tíma hefur þátturinn spilað stórt hlutverk í íslensku senunni og hafa þeir félagar einnig verið duglegir að halda danstengda viðburði.
Ég byrjaði að hlusta á danstónlist árið 2004 og var mér þá bent á Party Zone. Síðan hef ég reynt að vera duglegur að fylgjast með og hlusta á þáttinn. Ég á mér nokkra uppáhalds þætti og ætla að benda á þá í þessari færslu.
Party Zone all time top 40
1.nóv 2003
Þessi þáttur kom mér í kynni við alveg æðisleg lög. Enda var listi með 40 bestu danslögum allra tíma frumfluttur í þættinum. Ég kynntist lögum eins og Good Love, Muzik X-press, Gypsy Woman, Purple (lang besta lag GusGus), Red one og All night Long. Listan er hægt að sjá hér og þáttinn má ná í hér. Mæli sérstaklega með að þeir sem þekkja aðeins nýmóðins teknó hlusti á þennan þátt, skemmtileg sögukennsla.
Tommi White Party Zone
5.mars 2005
Alveg síðan ég byrjaði að hlusta á danstónlist, hef ég verið mikill aðdáandi Tomma White. Paradise var ein af fyrstu plötunum sem ég keypti mér og ég hlustaði á eitthvað Kahlúa mix eftir hann í gríð og erg. Ég man sérstaklega eftir þessum þætti vegna þess að ég fílaði settið hans svo vel. Þáttinn má nálgast hér.
Party Zone 1995 special
15.apríl 2006
Þeir félagar stóðu fyrir könnun um hvaða þema þeir ættu að velja fyrir þema þáttin sinn og varð 95 fyrir valinu, enda oft talað um að 95 hafi verið árið sem senan ,,peakaði“ á Íslandi. Þátturinn er fullur að klassikerum frá þessu ári og hægt er að nálgast hann hér.
Party Zone Old skúl house
22.mars 2008
Þema-ið var tónlist frá árunum 84-91 eins og Acid House, Italo og Chicago House. Dj Shaft var gestur í þættinum og lög eins og Big fun voru spiluð. Þáttinn má nálgast hér.
Árslisti Party Zone 2008
31.janúar 2008
Ég var einstaklega ánægður með þennan lista. Nokkur lög af mínum lista rötuðu þarna inn og var listinn almennt skemmtilegri og fjölbreyttari en hann hafði verið áður, minna af proggi og electroi sem hafði einkennt lista fyrri ára. Árslistapartýið var síðan mjög skemmtilegt. Þáttinn má nálgast hér og listan sjálfan hér.
Auðvitað mætti lengi telja til frábæra þætti og mp3 safn PZ.is spannar svo ekki alla sögu þáttarins (þeir Party Zone piltar hafa gefið því undir fótinn nýlega að setja gamlar spólur á stafrænt form, það væri frábært framtak!). Endilega bendið á ykkar uppáhalds þætti í athugasemdum.
Magnús Felix |magnusfelix@gmail.com
Ég á ennþá þátt frá 1991 á kassettu. Illa slitin enda er lagið Technarchy með Cybersonik á henni. Skylduhlustun.
ég sagði við Helga fyrr í vetur að það er skylda að fara að setja öll gömlu teipin á stafrænt!
Góð færsla.
Það voru tveir alltime þættir sem eru báðir klassic.
Svo eitthvað sem ég man eftir…
ca. 2002 þáttur sem Árni E spilaði í, man hann spilaði Let me luv u með Jori Hulkkonen.
Þáttur þar sem Bjössi spilaði… spilaði Blackwater með Octave One.
Þáttur yfir Airwaves 03 eða 04 þar sem Brett Dancer spilaði.
Það voru 3 alltime þættir en mér fannst seinni tveir ekkert sérlega spennandi því listinn var augljós.
mörg legendary mix frá Andrési, Margeiri, Tomma og Árna…
datt í það í ritgerðarvinnu að hlusa á uppundir 50 gamla þætti, mæli alveg með að fólk róti í elstu online þáttunum