Dansidans hlaðvarp #4 – Leópold Kristjánsson

DANSIDANSLESBOPOLD1DansiDans Hlaðvarp #4- Leópold
Leópold Kristjánsson er kannski þekktastur íslenskri danstónlistarsenu fyrir að hlutverk sitt í Breakbeat.is samsteypunni en ófáir hafa þó kynnst öðrum hliðum á kappanum t.d. skemmtilegum plötusnúningum og tónsmíðum í hás og teknó geirunum. Fjórða hlaðvarp DansiDans.com er einmitt á þeim buxunum en Leópold setti saman fyrir okkur fjölbreytt og frábært sett með fullt af glænýju efni.
Leópold býr um þessar mundir í Berlín og nú á dögunum gaf hann út ep hjá útgáfufyrirtæki þar í bæ, Deepeel Records.
.
Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.
,
1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Syrpan er tekin upp gegnum Rane mixer, tvo SL-1200 spilara og einn CDJ-1000. Var svo með Kaos Pad 2 fyrir effekta en notaði tækið lítið. Lögin í syrpunni eru flest ný eða nýleg og frekar dæmigerð fyrir það sem ég er mest að spila núna. Kemur auðvitað fyrir að maður spilar eitthvað allt annað – en þetta er frekar standard hljómur.
.
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Var að gefa út mína fyrstu EP-plötu á lítilli þýskri útgáfu sem heitir Deepeel. Lögin ættu að vera komin í allar helstu plötu- og mp3-verslanir (fyrir utan Beatport, verður þar um miðjan maí).  Platan hefur gengið vel finnst mér og verið að fá stuðning manna eins og Dave Ellesmere/Microfunk (Remote Area), Jeff Samuel (Poker Flat) og Someone Else (Foundsound). Er svo búinn að vera að vinna í nýrri músík undanfarið. Vonandi að eitthvað af því lendi í útgáfu seinna á þessu ári. Fyrir utan þetta er ég bara að njóta lífsins og reyna að tengja saman tónlist og arkitektúr.
.
3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ég hef búið í Berlín í rúm 2 ár núna og senan hér er góð. Ótrúlega margir spennandi
hlutir í gangi sem vel er að staðið. Ég hef svo auðvitað átt margar að mínum bestu danstónlistarstundum á íslenskum stöðum þannig að senan heima er sömuleiðis mjög flott. Gaman að sjá hvað Breakbeat.is kvöldin ganga vel og skemmtilegt að fólk sé að taka vel í nýjungar í Breakbeat geiranum. Líka fullt af góðum dansmúsíkköntum heima! Er að heyra frábært stöff mjög reglulega. Eiginlega of margir til að telja upp að gera góða músík, myndi skammast mín ef ég skildi einhvern útundan í upptalningu – svo ég sleppi því bara.
.
4.Hvað fílarðu?
Heilmargt og fjölbreytt, en í Techno og House tónlist er ég t.d. að fíla allt það sem eru í mixinu mínu. Hef undanfarið verið mjög hrifinn af fyrirtækjum eins og LoMidHigh, Circus Company, Oslo og mörgum mörgum fleirum. Hef ekki ekki viljað hafa hlutina of hreina upp á síðkastið, en kannski breytist það. Deepeel verður svo dúndur leibel á komandi mánuðum og árum! Svo er ég líka áhugamaður um almennileg hljóðkerfi á klúbbum, dansmúsík undir berum himni og plötusnúða sem taka starfi sínu alvarlega.
.
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Langar að plögga Ep-inn minn og hlaðvarpið mitt (sjá hlekk á myspace síðuna mína). Svo er ég að fíla nokkra tónlistarmenn og útgáfur sem eru að koma undir sig fótunum. Þar má nefna Dom Haywood (myspace.com/domhaywood), Keinemusik útgáfuna (myspace.com/keinemusik) og Adam Port (myspace.com/adamport) t.d..
.
.

Lagalisti:
1. Leopold Kristjansson – 22:55 (CDR)
2. Frank Leicher – Lazy Weather (Christian Burkhardt Remix) (Einmaleins Musik)
3. Vera – Hooked up with the drums (Moon Harbour)
4. Leopold Kristjansson – Tail Feathers (Deepeel)
5. Ryo Murakami – Java (Poker Flat)
6. Tiefschwarz – Best Inn (Souvenir)
7. Steven Beyer – Ecuna Me Pasa (Extra Smart)
8. Ricardo Villalobos – Baila sin Petit (Sei es Drum)
9. Dan Drastic – Slice of Life (Moon Harbour)
10. Boola & Demos – Thirst Duub (LoMidHigh Organic)
11. Leopold Kristjansson – Canned Heat (CDR)
12. Minimono – Ratman (Tuning Spork)
13. Daniel Steinberg – Pay for me (Lauhaus remix) (Style Rockets)
14. Serafin – Syndroma Liguria (Sushitech Purple)
15. Till von Sein – Ovas (Catz n’ Dogz Ohne FX remix) (Dirt Crew)

Hið glæsilega hlaðvarpsumslag er hannað af Geoffrey.

9 athugasemdir við “Dansidans hlaðvarp #4 – Leópold Kristjánsson

 1. ó já ..on the download

 2. oooh.. snap! downloading 😉

 3. Þessi hlaðvarpssería er pure quality. Það vantar meiri umfjöllun um ykkur…

 4. Sveitt hlaðvarp, þumlar upp.

 5. tussuþétt

 6. Heeelvíti flott syrpa hjá þér! 2 thumbs up!

 7. leopoldkristjansson

  Takk!

 8. Stumblaði á þetta. Virkilega flott mix!

 9. mega, enn betra við hverja hlustun 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s