Hvað er hlaðvarp?

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist til síðuhaldara um hlaðvarpið okkar og um hlaðvörp almennt, sem við erum duglegir að linka á í færslum hér á dansidans. Virðast ekki allir hafa skilið hvernig þessi tækni virkar, þannig að hér kemur tilraun til þess að útskýra hvernig þetta þetta gengur fyrir sig allt saman.

Enska orðið podcast er nýyrðasmíð sett saman úr orðunum pod (ipod) og broadcast, á íslensku hefur þetta verið kallað hlaðvarp sem að sama skapi er samsett úr því að hlaða (hlaða niður / hala niður) og varpa (útvarp, sjónvarp, netvarp). Í stuttu máli sagt er hlaðvarp leið til þess að miðla ýmis konar tölvuskrám til netnotenda í gegnum áskrift.

Tæknin virkar þannig að eigandi hlaðvarpsins býr til svokallað “feed” sem samanstendur af upplýsingum um hlaðvarpið auk einstakra færslna sem innihalda hlekki á efnið sem miðla á (hvort sem það eru myndbönd, útvarpsþættir eða önnur skjöl). Netverjar sem hafa áhuga á því að gerast áskrifendur að hlaðvarpinu taka slóðina á “feedið” og setja hana inn í þar til gert forrit sem athugar svo með reglulegu millibili hvort ný færsla og þar af leiðandi nýr hlaðvarpsþáttur hafi dottið inn. Þegar svo er nær forritið sjálfkrafa í nýja þætti, hleður þeim niður á harða diskinn og setur þá jafnvel á mp3 spilara sem eru tengdir tölvunni. Svo getur tölvueigandinn hlustað/horft á/lesið herlegheitin þegar þér hentar.

iTunes forritið frá Apple er sennilega langvinsælasta hlaðvarps forritið en þó eru til mörg önnur forrit sem nýtast má við í sama tilgangi. Winamp, Doppler, Juice og Bloglines bjóða öll upp á hlaðvarpsáskrift en fleiri leiðir eru til. Prófið t.d. að leita að podcast client, podcast application eða öðru slíku á Google.

Það sem að þú, lesandi góður, þarft að gera ef hafir þú áhuga á að stofna til netvarps áskriftar er að setja eftirfarandi slóð: http://feeds2.feedburner.com/dansidans

inn í hlaðvarpsforritið sem þú notar. Í iTunes fer maður í advanced valmyndina, velur þar subscribe to podcast, límir inn slóðina í þartilgerðan glugga og smellir á ok. Önnur forrit ættu að vera með svipaða valmöguleika, t.d. „add podcast“ eða „subscribe to podcast“. Ef þú ert með itunes uppsett á tölvunni geturðu líka einfaldlega prófað að smella hér. Þar með ert þú kominn í áskrifendahóp DansiDans hlaðvarpsins, fríður flokkur smekksmanna og kvenna sem mánaðarlega fá nýtt mix frá flottustu plötusnúðum og tónlistarmönnum þjóðarinnar.

Nánari upplýsingar um hlaðvarp má finna á vef RÚV, á mbl.is og Wikipedia

Að lokum eru hér hlekkir á önnur danstónlistarhlaðvörp sem DansiDans mælir með:

Resident Advisor
Bodytonic

Autonomic Podcast

XLR8R
Metalheadz Podcast

Úrvalið er þó nánast endalaust og má finna ótal skemmtileg hlaðvörp um alla heima og geima. Eins og skáldið sagði leitið og þér munuð finna.

2 athugasemdir við “Hvað er hlaðvarp?

  1. að ógleymdu BIS hlaðvarpinu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s