Jútjúb Miksteip #7 – Them summer tracks maður

Sólin hefur aldeilið leikið við okkur íslendinga undanfarna daga og er þá fátt betra að gera en að njóta hennar á meðan maður hlustar á eðalgroove. Í þessu mixteipi ætla ég að benda á nokkur sem ég af einhverjum ástæðum tengi við sumar og sól.


1.Nuyorican Soul – Runaway

Nuyorican Soul er hliðarverkefni þeirra Louie Vega og Kenny Dope, en þeir félagar eru betur þekktir sem Masters At Work. Sem Nuyorican Soul fá þeir hljóðfæraleikara með sér í lið og semja soul tónlist. Í þessu lagi fá þeir söngkonuna India til að syngja en lagið er upprunanlega eftir Lolleata Holloway.


2.Johnny D – Walkman

Etríski Þjóðverjin Johannes Debese aka Johnny D átti lag ársins í fyrra að mínu mati. „Walkman“ er frá árinu 2007, hann hefur búið sér til einskonar signature sound með því að syngja yfir lögin sín. Af einhverjum ástæðum minnir þessi söngur mig á BÓ sem mér finnst „smart“ og líður þess vegna „smart“ þegar ég hlusta á þetta lag. Að vera smart í sólinni er mikilvægt, því er gott að hafa þetta lag við hendina.


3.Shaun Escoffrey – Days like these (Dj Spinna rmx)

Ef laglínan er kominn inn og þú ert ekki farinn út að grilla þá ganga hlutirnir ekki upp.


4.Inner City – Good Life

„No more rainy days,the sun will chase the clouds away.“ Kevin Saunderson kom house á kortið í Bandaríkjunum með þessu lagi. Mér finnst allt vera sumarlegt við þetta lag, syntharnir, hljómagangurinn og textinn. Myndbandið hér fyrir ofan er tekið í London 1989, tékkið á gæjanum á trommudótinu hann er á fleygiferð.


5.Hardsoul feat.Ron Carrol -Back together

Þetta lag er að finna á Party Zone summer disknum. Ron Carrol sem síðar söng lagið „Lucky Star“ sem komst í spilun á Popp Tívi syngur hér rosalega cheesy texta og er lagið sjálft frekar cheesy, samt alveg geðveikt.

5 athugasemdir við “Jútjúb Miksteip #7 – Them summer tracks maður

 1. mjög skemmtilegur listi.. mjög groovy!

  söng Ron Carrol ekki líka What a Wonderful World fyrir Axwell?

 2. ERUÐ ÞIÐ EKKI AÐ GRÍNAST MEÐ KEVIN SAUNDERSON Á KEYTAR!!!

 3. love á þetta allt, love á alla, gleðilegt sumar, reddiði mér grilli.

 4. leopoldkristjansson

  Allt geggjað stöff. Átti móment í sólinni með Big Fun um daginn ásamt stórum hóp af dansþyrstum þjóðverjum…

 5. Groovebox to the max
  ást friður og taumlaus gleði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s