Red Bull Music Academy

Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull stendur fyrir fróðlegri og spennandi tónlistarakademíu, sem gengur undir hinu frumlega nafni Red Bull Music Academy. Þar safnast saman tónlistarmenn, plötusnúðar og annað bransalið hvaðanæva að úr heiminum. Þátttakendur dveljast í tvær vikur í akademíunni og eyða dögunum í tónsmíðar, smiðjur, fyrirlestra og viðtöl við heimsfrægt tónlistarfólk (hægt er að horfa á mörg frábær viðtöl hér).

rbmalogotk0

Akademían flakkar heimshornanna á milli og hefur átt höfuðstöðvar sínar í Barcelona, Sao Paulo og Melbourne en næsta útgáfa hennar verður haldin árið 2010 í London. Fyrir skemmstu opnuðu Red Bull liðar fyrir umsóknir fyrir London akademíuna en ótal áhugasamir einstaklingar sækja um á ári hverju enda til mikils að vinna (Red Bull borgar brúsann). DansiDans hvetur efnilegt og áhugasamt íslenskt tónlistarfólk til þess að sækja um. Jafnvel þótt maður hreppi ekki hnossið er umsóknarferlið sjálft gagnlegt og skemmtilegt og getur skerpt á áætlunum manns og áherslum í tónlistargrúski.

Þátttakendur fyrri ára hafa sumir hverjir gert mjög góða hluti eftir akademíudvöl sína (en meðal þeirra má nefna Aloe Blacc, Flying Lotus, TRG, Hudson Mohawke og Culoe De Song).

3 athugasemdir við “Red Bull Music Academy

  1. on it!! skemmtileg umsókn hehe

  2. Tryllt Vídeo síða! er búin að vera hlusta á THEO PARRISH í næstum 3 tíma.

  3. Sko vídjoið hans Theo er eitt mest inspirational dót sem ég hef á ævinni horft á .

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s