Reyk Veek nýtt íslenskt label

Reykveek

Þótt mikil gróska hafi verið í Íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og upp hafi sprottið þó nokkur útgáfufyrirtæki hefur ekkert þeirra sérhæft sig í raf- eða danstónlist. Á því verður þó breyting á næstunni en nokkrir íslenskir plötusnúðar og tónlistarmenn hafa tekið sig saman og sett á laggirnar útgáfuna Reyk Veek sem mun feta í fótspór labela á borð við  Thule og Pineapple og gefa út íslenska danstónlist. Við hjá DansiDans fílum þetta framtak og ákvaðum að taka smá viðtal við strákana.

1. Hvað er Reyk-Veek?
REYK VEEK er samrýmdur hópur skipaður íslenskum neðanjarðar technolistamönnum. Lengi hefur vantað almennilega útgáfu fyrir íslenskt neðanjarðar techno.

2. Hverjir standa bakvið Reyk-Veek
Karíus & Baktus
, Oculus, Asli, Orang Volante, Siggi Kalli og Fúsi Axfjörð

3. Ætliði gefa út eigið efni á labelinu?
Það er planið. Við erum allir búnir að semja mjög mikið efni og það er kominn tími til að fólk fái að heyra 😉

4. Ætliði einungis gefa út íslenska listamenn?
Til að byrja með já en hver veit hvernig þetta gæti þróast.

5.Verður það vinyl,mp3 eða bæði?
Við urðum allir ástfangnir af vínyl á einhverju tímabili svo við getum ekki annað en gefið út á vínyl og svo verðum við út um allt netið líka.

6. Hver er hugmyndin bakvið nafnið?
Reyk Veek er fyrsta útgáfan fyrir neðanjarðar techno á Íslandi (innskot ritstjóra: það má nú deila um það) og auðvitað elskum við allir Reykjavík en nafnið virkar líka vel á erlendri grundu þar sem við gefum út undir nafninu VEEK.

7. Mun Reyk Veek reyna að standa fyrir atburðum, með erlendum listamönnum?
Í augnablikinu erum við að einbeita okkur af því að kynna íslenska techno tónlist en hugmyndin um að flytja inn einhvern töffara er freistandi og mun sjálfsagt gerast með tímanum.

8.Eitthvað plögg að lokum?
Fyrsta Reyk Veek kvöldið verður haldið á Nasa 30.maí. Fyrstu 300 gestirnir fá fyrstu skífa Reyk Veek (VEEK 001) sem er safndiskur með frumsömdu efni frá Reyk Veek gefins. Þar koma fram flestir meðlimir Reyk Veek með hljóðræna og sjónræna upplifun svo ekki láta þig vanta. Kvöldið byrjar á miðnætti og heldur áfram inn í nóttina. Leitið að okkur á facebook til að fá frekari upplýsingar.

pís

RV
———–

7 athugasemdir við “Reyk Veek nýtt íslenskt label

  1. Úje! 🙂

  2. Miðar seldir bara við hurð ekki satt?

  3. Jú, 500kr við hurð & eigulegur mixdiskur fylgir, með íslenskri dansmúsík einvörðungu.

    Sjáumst 🙂

  4. leopoldkristjansson

    Mjög flott!

  5. smekklegt og flott

  6. Bara tecno ?

  7. Nei nei. House líka 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s