Dj Koze
Mrs. Bojangles
Dr.Fuck
Circus Company
Deep House / electro
3/5
Undanfarna mánuði hef ég mikið verið að fíla Dj Koze. Kauði býr til frumlegt og skemmtilegt dót, er góður remixari og hefur skemmtilega sýn á danstónlistina (hann segist t.d. í viðtölum ekki nenna að hlusta á lög sem byrja bara á bassatrommu, sem ég efast um að sé rétt, því það hlýtur að útiloka svona 70% af allri danstónlist)). Circus Company er líka stórskemmtilegt label sem ég hef fylgst svolítið með síðan þeir gáfu „Open Wide“, stórgóða breiðskífu Dave Aju, í fyrra.
Því var ég frekar spenntur þegar ég rakst á „Mrs. Bojangles“. Fyrra lag plötunar , „Mrs.Bojangles“, byrjar á skemmtilegum takti þar sem kúabjöllur mynda laglínuna. Þetta heldur síðan áfram í 3 mínutur, en eftir það fara hlutirnir að gerast, svo birtist hver steikt pælingin á fætur annari og á endanum finnst mér Koze missa það svolítið, þó svo að takturinn komi aftur inn á fullri ferð er lagið orðið frekar súrt. Í heildina er lagið fínt en heldur súrt, kúabjöllu línan er samt geðveik.
Hitt lagið á plötuni ber hið merkilega nafn „Dr.Fuck (The drunken preacher)“. Yfir skemmtilegri bassalínu gerast stórfurðulegir hlutir, djúpur bull vókall, kjánaleg sílafónslína og skrítin umhverfis hljóð. Held að það væri vel hægt að pulla þetta lag snemma á sunnudagsmorgni en alls ekki fyrr…
Í heildina litið er þetta ágætis skífa, þótt lögin á henni komist ekki nálægt hittara Koze frá 2008, „I want to sleep“ eru þau engu að síður skemmtileg tilbreyting frá öllu fjöldaframleidda deep/tech housinu sem ræður ríkjum í dag.
Ósammála. Mrs. Bojangles er besta lag sem ég hef heyrt á þessu ári – svei mér þá…
Gjörsamlega sturlað!
Dr Fuck er weeeeeeeeird
einstaklega súr ep… þarf að melta þetta aðeins!
Mrs. Bojangles er út í hött sturlað!
4.5/5 bara fyrir það. 0.5 í mínus fyrir hitt lagið. Single sided er þetta 5/5 allan daginn.
🙂