20 ára afmælispakki frá Warp

Við höfum áður sagt frá afmælisfagnaði Warp útgáfunnar sem verður 20 ára í ár. Nú hafa Warp liðar svipt hulunni af rosalegum afmælispakka sem þeir hyggjast gefa út undir nafninu Warp 20.

Á upphafsárum sínum gaf Warp fyrst og fremst út acid house t.d. frá mönnum á borð við LFO og Forgemasters. Smám saman breytti útgáfan um stefnu, varð leiðandi merki í tilraunakenndri raftónlist og voru listamenn eins og Aphex Twin, Autechre, Boards of Canada, Squarepusher og Jimi Tenor á hennar snærum. Warp hefur haldið áfram að þróast og þroskast og á undanförnum árum hafa listamenn eins og Flying Lotus, Hudson Mohawke, Jamie Lidell og Battles gefið út undir merkjum þessara goðsagnakenndu útgáfu.

warp

Með þessa miklu og merkilegu sögu að baki var við því við miklu að búast af 20 ára afmælispakka og stendur hann heldur betur undir væntingum. Warp 20 samanstendur af bók yfir allar útgáfur Warp frá árinu 1989, tveimur 10 laga „best of Warp“ diskum, Steve Beckett stofnandi Warp valdi lögin á annan þeirra en  kosið var um lagalistan á hinum af aðdáendum útgáfunnar, tvöfaldur diskur með þar sem Warp listamenn „covera“ lög eftir aðra Warp listamenn, þreföld 10″  af óútgefnu efni ásamt loop-um og re-editum bæði á vinyl og cd. Nánari upplýsingar og forpantanir á þessum pakka hér

4 athugasemdir við “20 ára afmælispakki frá Warp

  1. er maður gamall í hettunni ef maður man eftir 10 ára afmælispakkanum eins og það hafi verið í gær? 10+1, 10+2, 10+3 og allt það…

  2. Þetta er mjög flott. Lítur veglega út, en kostar eflaust einhverjar krónurnar.

  3. Já þetta kostar 150$ á bleep(19.246 kr. skv núverandi gengi)

    getur hinsvegar pre-orderað þetta þar fyrir 130$ (16.680 kr.)

    og síðan á það allt saman bætist auðvitað sendingarkostnaður..

    Annars hörkupakki, er alveg að íhuga að leggja í hann

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s