Dansidans hlaðvarp #5 – FKNHNDSM

fkc

DansiDans Hlaðvarp #5- FKNHNDSM

Dj dúóið FKNHNDSM ætti að vera dansglöðum íslendingum kunnugt en þeir félagar, Haukur Heiðar og Símon Ragnar, hafa boðað fagnaðarerindi grúvsins á skemmtistöðum bæjarins og á öldum ljósvakans. Tónlistarlega séð eru Fknhndsm í góðum house og diskó fíling og flétta skemmtilega saman stefnur og strauma.

Fimmti kaflinn í hlaðvarpi DansiDans var settur af þessu skemmtilega tvíeyki en hér er á ferðinni sumar syrpa sem mun hljóma vel í sólskininu næstu vikurnar.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Settið er sett saman í einu go, bara vínill og Rane rotary mixer. Hef alltaf verið fan að því að ofpæla ekki mixin og skiptingar, alltaf gaman að hafa smá mistök með, og vera með bæði stuttar og langar skiptingar (og stundum engar skiptingar!) 3 fyrstu lögin voru ákveðin og hitt var bara leikið af fingrum fram. Erum nokkuð sáttir með þetta, góð mixtúra af diskó og house tónlist.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Þessa daganna hef ég tekið mér smá pásu frá senunni. Við (fknhndsm) höfum verið frekar öflugir síðustu 2 ár en aðeins núna verið að slaka á. Ég hef verið að einbeita mér að mínu námi í Háskólanum og heimilislífinu og því hætt helgargiggum í bili, ekki nema að það sé eitthvað sérstakt um að vera. Hinsavegar er margt í bígerð. Okkur hefur lengi staðið til boða gigg í Belgrad, Berlín og New York og munum eflaust púsla því prógrammi saman þegar við höfum tíma til. Svo er frekari samvinna með norskum húslúðum á dagskrá en Luna Flicks teymið eru miklir vinir okkar. Það er vegleg dagskrá í undirbúning með þeim og Full Pupp teyminu á haustdögum.

3. Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?
Viðkvæm spurning. Yfirhöfuð góð, REYK VEEK teymið með Jón og Atla innanborðs er afar spennandi project. Fullt af skemmtilegum snúðum sem við höfum, og vonandi verður framhald á því.

4.Hvað feelaru?
Allt gott groove. Diskó og house. Label eins og DFA, Rong, RVNG, Environ og fleiri í New York. Full Pupp, Smalltown Supersound og Luna Flicks í Noregi. Running Back, Permanent Vacation og Innervisions í Þýskalandi. Get alveg tekið heilan dag í upptalningu. Er líka disco nörd, að upplifa gott disco á klúbb í myrkruðum kjallara í East Village í New York eru engu líkast. Svo er ekkert skemmtilegra en að grúska í tónlist!

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Vínill að eilífu!

haukurrr.blogspot.com,

myspace.com/fknhndsm,

myspace.com/lunaflicks

Lagalisti

1. Chagrin D’Amour – S S (Barcley)
2. Casinoby – Jobsagoodun (Jiscomusic)
3. Nick Chacona & Anthony Mansfield – Slow N’Low (Redux)
4. Capracara – King Of The Witches (rub-n-tug Mix) (DFA)
5. John Talabot – Afrika (Permanent Vacation)
6. Lee Douglas – Midnite (Blackdisco)
7. King Sporty & The Root Rockers – Fire (C.O.M.B.I. edit) (c.o.m.b.i. japan)
8. Baris K – unknown (Disco Hamman)
9. Black Cock – Bermuda Triangle (Black Cock Records)
10. Rogue Cat – Magic Journey (Todd Terje miks) (Tiny Sticks)
11. Peter Visti – Late Night Baleric Monster (Eskimo)
12. House of House – Rusing To Paradise (Walking These Streets) (Whatever We Want)
13.Áme – Setsa [Innervisions]

10 athugasemdir við “Dansidans hlaðvarp #5 – FKNHNDSM

  1. Var að hlusta og ætla bara að renna þessu strax aftur í gegn! Stórfínt!

  2. Mér finnst þessi mix-stíll líka oft frábær, brýtur settið upp og gefur manni möguleika á að spila fjölbreyttara sett. Auðvelt að festast í því að spila nákvæmlega sama tempo og láta það rúlla endalaust…

  3. það má reyndar bæta smá við þetta..

    þessi sambræðingur var að sjálfsögðu samvinna beggja meðlima fknhndsm

    og fknhndsm & lovefingers @ Kaffibarinn 15. ágúst

  4. er ekki búinn að hlusta á mixið en ert handviss um að það c schnilld!! ég vildi bara benda á að „wav“ búðirnar sem eru linkaðar hérna eru ekki þær sem ég versla við. eina búðin sem ég kaupi e-h frá úr listanum ykkar er junodownload.com.

    dancerecords.com 1.39$ wav fællinn…. ekki besta úrvalið en ef það er til þá er það oftast ódýrt og hratt dánlód

    djshop.de 1.09-1.29€ wav fællinn… gott úrval af þýsku dóti og megahratt dánlód

    digital-tunes.net 1.23€ wav fællinn… mikið af dubstep & góðri tónlist. hratt dánlód

    af hverju hætti ég að kaupa wav af beatport?
    2.49-3.49$ wav fællinn og það tekur marga daga að dánlódast… not worth it!

    takk fyrir mig…(„,)…

  5. „Mér finnst þessi mix-stíll líka oft frábær, brýtur settið upp og gefur manni möguleika á að spila fjölbreyttara sett. Auðvelt að festast í því að spila nákvæmlega sama tempo og láta það rúlla endalaust…“

    Alveg hjartanlega sammálla þér Lelli ,
    búinn að ná í mixið á eftir að hlusta á það,efast ekki um groove og gæði í hæsta gæðaflokki 🙂

  6. Gleymdi að nefna mér finnst
    artworkið er alger killer ,
    well done Geoffrey

  7. sammála Andra.. geggjað artwork!

  8. Gott artwork, gott mix og gott veður (í DK). Hvað þarf maður meira?

  9. leopoldkristjansson

    Geðveikt Artwork!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s