Tvær skemmtilegar umræður

innervisions

Á vefsíðu Innervisions er að finna spjallborð sem innheldur of skemmtilega pósta. Mér datt í hug að benda á tvo pósta til þess að skapa smá umræðu. En umræðurnar á spjallinu er líka skemmtileg lesning og gaman að sjá hvernig Dixon, Frank(Ame) og Kristian(Ame) taka þátt og hver skoðunn þeirra er, á þessum málum.

Fyrri umræðan fjallar um hið klassíska mál mp3 vs. vinyl, en það koma fram ýmis skemmtilega sjónarhorn, sem ég hafði ekki pælt mikið í áður. Umræðuna má nálgast hér.

Seinni umræðan er að vísu svolítið gömul en á að engu síður vð í dag. En eftir að Ame sló í gegn með laginu Rej myndaðist einskonar deep house æði og hvert rej wannabe lagið kom út á fætur öðru. Ég vil meina að þetta æði eigi ennþá stað í dag, eða allavega virðist koma svo mikið út af deep house sem er svo ófjölbreytt að maður er hættur að þekkja lögin í sundur. Umræðuna má nálgast hér.

Gaman væri að heyra hvað ykkur finnst um þessi mál.

5 athugasemdir við “Tvær skemmtilegar umræður

 1. maður strögglast ennþá við vínilinn, hann er superior, eini mínusinn eru gengismálin hér á landi sem eru að setja mann á hausinn. Finnst einfaldlega of gaman að fletta í gegnum töskuna og að mixa á vínil

 2. æi, þessi umræða er eitthvað svo þreytt, báðar „hliðar“ eru ótrúlega fastar í sínum kreddum og þetta er ekki einu sinni samræður lengur, bara fólk að básúna sínum sannleik (og ég er ábyggilega að því hér núna).

  Finnst einhvern veginn að fólk skilji ekki eða sé ekki til í að taka aðra vinkla á þessa umræðu eða ræða þetta frá öðrum forsendum en sínum eigin. Samanber t.d. færslu hér á blogginum frá því í apríl sem var bara svarað með upphrópunum svo og kurteisislegum commentum á facebook status hjá ónefndum plötusnúði hér í bæ (sem skilaði sér í því að manni var eytt út af vinalista…).

 3. deep house debatin má hins vegar alveg ræða, mér finnst þessi deep house bylgja ekkert hafa látið á sér kræla hér þannig lagað. Finnst flestir plötusnúðar hér bara hafa þróað sitt sánd áfram í eigin áttir.

  En í plötubúðunum finnur maður þetta, endalaust af faux djúpu hási sem er allt eins. Hverjir eru að kaupa þetta og spila?

 4. Já, finnst samt skemmtileg rök hjá Innersoul gæjanum með hvernig heilinn virkar.

  Það er mjög fyndið hversu ólíkir flestu íslensku snúðarnir virðast vera. Var þetta ekki öðruvísi á tímum Þrumunar?

 5. Ég er orðinn langþreyttur á þessu Rei máli piltar.

  Það mætti halda að það væri gúrkutíð í dansfréttabransanum! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s