Myspace Rúntur#3

Enn einn Myspace rúnturinn, þar sem Dansidans bendir ykkur á upprennandi hæfileikafólk. Að þessu sinni erum við í drum & bass og dubstep fíling.

Joy Orbison
Í fyrsta lagi er Joy Orbison með ótrúlega fyndið listamannsnafn og í öðru lagi gerir hann mjög skemmtilega tónlist. Plötusnúðurinn Skipple, sem lék á síðasta Breakbeat.is kvöldi,  benti mér fyrst á Orbison þennan enda er fyrsta útgáfa kauða signuð á Hotflush útgáfuna sem Skipple vinnur fyrir. Margir virðast þó vera spenntir fyrir kauða og menn eins og Blackdown og Gilles Peterson eru heitir fyrir tónsmíðum hans. Þá virðist Orbison líka vera skemmtilegur plötusnúður og hér má finna fyrirtaks mix úr herbúðum hans en hans eigin tónsmíðar má finna á myspace.com/joyorbison

Reactiv
Það var á fyrstu Dat Music safnskífunni sem maður heyrði fyrst af Reactiv og sá maður strax að þar var á ferðinni hæfileikaríkur tónlistarmaður. Á síðustu misserum hefur svo kauði heldur betur látið á sér kræla en hann stundar  nýstárlega synta-skotna taktaleikfimi. Vel þess virði að tjekka á nýlegum ep frá honum á hollenska útgáfufyrirtækinu Break-Fast Audio.
.

Escher?E?

Escher
Escher er annar drömmari með nýtt sánd í gömlum fíling. Lagasmíðar hans minna mig á Metalheadz, skemmtilegur broddur í sándinu hans og töff væb í gangi.

.

Muted

Muted
Síðast, en alls ekki síst, vil ég benda á íslenska sveita-strákinn Muted (aka Bjarni Rafn), eða undrið að austan eins og gárungarnir kalla Bjarna eftir að hann heillaði borgarbörnin upp úr skónum á Jacobsen um daginn. Bjarni elur manninn á Egilstöðum og semur draumkennda drum & bass tónlist sem hefur náð eyrum ýmissra spámanna. Sérstaklega er rétt að benda á „Izanami“ hugljúf og heillandi drömmen ballaða.

2 athugasemdir við “Myspace Rúntur#3

  1. Takk fyrir þetta 🙂

  2. Bakvísun: Árslisti 2009 – Karl Tryggvason « DansiDans.com – Raf- og danstónlist á Íslandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s