Djammrýni – Weirdcore á Jacobsen 16.07.09

Bjössi Biogen og co. hjá Weirdcore hafa verið að halda raftónlistarkvöld undir Weirdcore nafninu í þó nokkurn tíma, fjölbreytt og skemmtileg kvöld sem sýna þá grósku sem er í gangi í raftónlistinni á Íslandi. Í gær, fimmtudag, var Weirdcore viðburður á Jacobsen og þar stigu á stokk Ruxpin, Hypno og Futuregrapher voru með live sett en DJ Vector sá um plötusnúninga.

Eftir að hafa sleikt sólina á Arnarhóli fór ég á Jacobsen upp úr tíu, þá voru ljúfir raftónar í gangi, techno og idm frá mönnum eins og Carl Craig og Sabres of Paradise auk fleirri listamanna sem ég kann ekki að nefna. Staðurinn var þó ekki þétt setinn og dagskrá kvöldsins hófst ekki fyrr en upp úr ellefu þegar fólk var loks farið að láta sjá sig, það ætlar að reynast erfitt verk að uppræta þann vítahring sem sein mæting landans á tónlistarviðburði orsakar.

En hvað um það, fyrstur á svið var listamaðurinn Futuregrapher sem kom skemmtilega á óvart. Þessi ungi piltur spilaði idm skotna raftónlist, brotnir taktar og syntha-hljómar komu víða við sögu auk þess sem inn á milli örlaði á acid línum, útgáfur eins og Warp og Skam komu óneitanlega upp í hugan við hlustun á tónsmíðar Futuregrapher og er það er nú ekki leiðum að líkjast. Settið hans fór sérstaklega vel af stað, grípandi melódíur og flottir taktar, en missti soldið flugið þegar á leið að mínu mati. Á heildina litið skemmtilegt sett og þar sem ég hafði ekki heyrt af kauða áður kom þetta mér skemmtilega á óvart, alltaf gaman þegar það gerist á litla Íslandi.

Næstur steig á stokk maður sem er þó engu íslensku raftónlistarfólki ókunnugur, Ruxpin. Settið hans hófst á svipuðum nótum og Futuregrapher var í, synthar og strengir rúlluðu ofan á glitchy rafrænum töktum sem tókust á við lífrænni trommupælingar inn á milli. Ruxpin var þó ekki við eina fjölina felldur þetta kvöldið, flakkaði á skemmtilegan hátt á milli stefna, hugljúfir hljóðgerflar breyttust í acid keyrslu sem þróaðist yfir í framtíðar dancehall (með acapellum og öllu tilheyrandi) sem aftur varð að einskonar techstep fíling og þar fram eftir götum.

Stemningin var orðin nokkuð fín á þessum tímapunkti, góð mæting og ungar stúlkur sem voru einhvers staðar mitt á milli þess að vera go-go dansarar, klappstýrur og gríndansarar höfðu hvatt mannskapinn í það að stíga nokkur spor á gólfinu. Hljómgæðin settu þó strik í reikningin en sándið var skítugt hjá öllum atriðum kvöldsins, tíðnir og hljóðfæri runnu saman í eitt og á tímum varð þetta allt að einum graut. Mig grunar að þar hafi ekki endilega verið við listamennina að sakast, þótt ekki hafi þetta alltaf verið fullmasteruð stykki hjá þeim öllum, heldur hafi stillingar á kerfinu sjálfu ekki verið með besta móti.

Eftir að Ruxpin lauk sér af breyttist krádið soldið, en þegar unglambið Hypno var kynntur til leiks af samverkamanni sínum MC Sore Throat urðu head-noddandi hip hop hausar áberandi í stað dansandi technogesta. Hypno fór vel af stað, með uptempo dubstep-leg lög skreytt kunnulegum sömplum. Þegar leið á settið þróaðist tónlistin þó í öllu óeftirminnilegri wobble-gleði sem þar að auki leið fyrir rapparan hálsauma sem var engan vegin skiljanlegur í kerfi Jacobsen. Í lok settsins skipti Hypno þó aftur um gír, funky og hip hop fílingur tók við á ný og var það vel. Nýstárlegar hljóðblandanir Hypno gripu gesti og eru til marks um hæfileika þessa pilts.

Þessu ágæta kvöldi lauk svo um eitt (þótt sögur hermi að dansinn hafi verið stigin í kjallaranum eftir það). Listamennirnir stóðu sig allir vel og eiga ásamt Weirdcore hrós skilið fyrir kvöldið.

3 athugasemdir við “Djammrýni – Weirdcore á Jacobsen 16.07.09

 1. Skemmtileg umfjöllun um alveg frábær kvöld. Weirdcore er alveg snilldarpæling

 2. smá frá hljóðsjónarmið..

  kerfið var sett upp svona fyrir Reyk Veek kvöldið.. þá var hugsunin að sándið væri á gólfinu fyrir framan búrið.. á wierdcore fannst mér fólk vera soldið meira „frammi“ en ég bjóst við

  + efri hæðin er bara nett erfið hljóðlega séð..

  „sem var engan vegin skiljanlegur í kerfi Jacobsen“

  mætti blanda inn í þetta líka beitingu á míkrafón og rödd.. hljóðblöndun og akústík

 3. jamm, spilar eflaust margt inn í, mc’inn virkaði ekki sem hin reyndasti og það var enginn að mixa þessa spilamennsku hjá atriðum kvöldsins nema þeir sjálfir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s