Mikið breyttist með því að Apple kynnti iPhone í byrjun árs 2007. iPhone býr yfir þeim skemmtilegu möguleikum að hægt er að forrita alls konar „apps“ sem nýta sér multy touch eiginleika símans. Þetta hefur heillað margar tónlistarmenn og kemur nú út hvert app á fætur öðru sem er annað hvort midi controller, synthi eða trommuheili. Til að lesa meira um þetta bendi ég fólki á www.createdigitalmusic.com þar sem fréttir af slíkum forritum berast vikulega.
Þýska útgáfan Mobilee gaf út á dögunum iPhone app sem gerir notandanum kleift að mixa saman lög sem gefinn hafa verið út á Mobilee. Forritið virkar eins og myndbandið hér að neðan sýnir.
Þetta þykir mér frekar hallærisleg pæling og tilgangslaus. Sé þó fyrir mér að í framtíðini verði fólk að spila símann og það eigi eftir að fá grínspurninguna „Ertu að dj´a eða senda sms“.
Bandaríska útgáfan Ghostly gaf hinsvega út sniðugra forrit. Ghostly sem átti 10 afmæli um daginn hefur gefið útt gríðarlega mikið af tónlist og gerir forritið, sem heitir Ghostly Discovery manni kleift að finna tónlist á Ghostly sem eftir því í hvernig skapi maður er í.
Annars er ég orðinn frekar þreyttur á iPhone og fréttum um hann. Ég vona innilega að hann muni ekki hafa of mikil áhrif á danstónlistarsenuna.
Þetta Mobilee app er frekar cool.
Ekki vera svona mikið íhaldssvín, Magnús.