Syrpu Syrpa #21

Nokkrar plötusnúðasyrpur á mp3 formi sem gætu verið góðar fyrir íslenskt sumar.

Skoska útgáfan Wireblock var útgáfa mánaðarins hjá vefritinu Resident Advisor og í tilefni þess settu eigendur Wireblock saman skemmtilegt mix. Eins og útgáfur Wireblock og þeir listamenn sem þeir hafa á sínum snærum, var mixið fjölbreytt og skemmtilegt, hip hop, house og dubstep grúv í góðum fíling. Tjekkið á því!

Þýski drömmenbeis töffarinn Martsman setti líka saman fjölbreytt mix fyrir Bass Music bloggið. Marsman, sem heitir réttu nafni Martin Heinze, hefur mjög sérstakt sánd í tónsmíðum sínum og í þessu mixi er að finna nokkra gullmola.

avatars-000000608214-enym2q-cropÞeir sem misstu af disknum Veek 1 þurfa ekki að örvænta, því þeir hafa sett hann á netið. Diskurinn inniheldur lög eftir Asla,Orang Volante,Oculus,Axfjörd og Karius & Baktus. Dj Siggi Kalli sér um að mixa þau saman. Veljum íslenskt.

Þarsíðasti hluti RA podcastisins var í höndum Maayan Nidam, þetta mix er semi jazzað á því og mikið í anda síðustu plötu hennar Night Long.

Að lokum ætla ég að pota mér fram og benda á mix sem ég gerði um daginn. Þetta TechHouseMinimal mix finna hér.

2 athugasemdir við “Syrpu Syrpa #21

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s