SyrpuSyrpa #22

MCDEMotor City Drum Ensemble er einn af mínum uppáhalds próducerum þessa dagana, honum tekst að búa til deep house eins og allir aðrir eru að gera en samt einhvern veginn öðruvísi og ég mæli með að fólk tékki myspace-inu hjá kauða. Um daginn spilaði hann í New York á Sunday Best, settið hans þaðan má finna hér.

Íslandsvinurinn og „Stepnó“ kóngurinn Martyn gerði síðan mix fyrir síðuna Brainfeeder sem hefur fengið nafnið  „The Count’s Secret Planet“. Eins og búast má við er mixið  fjölbreytt og skemmtilegt eins og flest sem hann gerir. Í mixinu hoppar Martyn á milli hip hops og dubsteps og minnir mig semi á Essential mixið hjá Flying Lotus sem er án efa eitt af betri mixum síðari ára. Mixið má finna hér.

Síðustu viku setti plötusnúðatvíeikið Bypass svo nýtt mix á Soundcloudið sitt. Mixið er skemmtilega fjölbreytt fer frá Electro-i í Deep house og indi stöff. Skemmtilegt mix sem ég mæli með.

2 athugasemdir við “SyrpuSyrpa #22

  1. http://www.beatsinspace.net/playlists/481

    Nýlegt beats in space podcast með MCDE.

    Hef ekki hlustað á það, en mér sýnist þetta vera illað.

  2. Sá Motor City Drum Ensemble spila fyrir skemmstu og músíkín var alveg geðveik! Meiriháttar gróft og gott House.

    L.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s