Föstudagsflagarinn #5

Að þessu sinni er það eitt af mínum uppáhalds house lögum sem hlýtur þennan heiður. En þetta lag hefði líklega aldrei orðið til nema fyrir a.) samplera og b.) Philadelphia soul.

Flagarinn samplar nefnilega Philadelphia soul lag frá 1979, eftir Dexter Wansel. Sá er hljómborðsleikari og spilaði með mörgum stæðstu soul artistum þessarar senu. Reyndar er það nokkuð algengt að house listamenn líti 30 ár aftur í tímann og til Philadelphiu í leit að sömplum. Eftir að ég fór að grúska í þessari músík kenni ég house sömpl þaðan hægri vinstri. Dexter er sjálfur enn í fullu fjöri, og við myndbandið á Youtube eru yfir 100 ummæli, mörg frá honum sjálfum.

Dexter Wansel – Sweetest Pain

Nú að flagaranum.  Hann er öllu nýlegri – frá árinu 1996, og eru það þeir Tom Middleton og Mark Pritchard sem eiga heiðurinn af honum.  Tíu mínútur af seyðandi hús grúvi, þar sem þeir tína sömplin inn af mikilli kostgæfni.  Afar smekklegt.  Fyrir plötusnúða hentar lagið afar vel þegar þeir eru að grúva bakvið spilara, en þurfa nauðsynlega að skreppa á salernið og vilja helst ekki að dansgólfið tæmist á meðan.  Lagið hentar í raun alltaf vel fyrir plötusnúða, sem og hlustendur, ef út í það er farið …

Ég hef spilað þetta lag töluvert í gegnum árin, en mig minnir að ég hafi fyrst heyrt það í Party Zone syrpu hjá Bjössa, stundum kenndum við Brunahana.  Ég fletti tólf tommunni upp á Discogs og þar voru yfir 500 manns sem vildu eignast plötuna, sem er illfáanleg í dag.  Góðu fréttirnar eru þær að flagarinn var nýlega endurútgefinn af NRK, og er því fáanlegur í fullum gæðum á Beatport.  Þannig er fólki ekkert að vanbúnaði vilji það eignast þessa klassík!

Global Communication – The Way (Secret Ingredients Mix)

Góða helgi,

Jón Frímannsson

4 athugasemdir við “Föstudagsflagarinn #5

  1. Geðveikt lag….má nálgast það í mixi eftir mig
    soundcloud.com/magnusfelix
    Smá plögg hér á ferð

  2. Pritchard er maðurinn

  3. thetta lag er bara of gott til ad vera satt!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s