Plötusnúðar verða vart mikið fjölbreyttari en Gunni Ewok, víðfemt plötusafn hans spannar ýmsar stefnur og stíla og tvinnar hann saman syrpum bakvið spilarana af miklum móð. Kunnastur er Ewokinn sennilega fyrir starf sitt með Breakbeat.is en ófáir hafa þó einnig séð kappann spila hip hop, house, techno, diskó og fönk af miklum móð.
DansiDans hlaðvarpið sem Ewok setti saman er þó í breakbeat fíling, drum & bass og dubstep enda löngu kominn tími á þannig syrpu í hlaðvarpið!
1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Var búinn að gera nokkur útpæld mix sem voru bara ekki að gera sig(urðu full geld). Ákvað því bara að hafa stafla af plötum og nokkra diska setja upptöku í gang og sjá hvað myndi gerast. Varð smá furðulegt þetta mix og var oft tæpur að finna næsta lag en það reddaðist og gerir þetta bara skemmtilegra. Eina sem ég svo sem stefndi á var að leggja áherslu á dubstep og drum & bass. Síðan gleymdi ég mér aðeins og varð því mixið næstum 2x lengra en það átti upphaflega að vera.
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Alltof margt í rauninni. Vinna, skóli, hljómsveit, Breakbeat.is, flytja, stinger og sinna vinum og vandamönnum bara.
3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Ja stórt er spurt. Verð nú að lýsa yfir ánægju með senuna í kringum Breakbeat.is og frábært að vera partur af því batteríi. Maður hefur soldið þurft að taka upp hanskann fyrir stefnur sem hafa átt undir högg að sækja en mér finnst það betra en að vera að hoppa á milli stefna endalaust eftir hvað er vinsælast á tónlistarbloggum. Held að við séum soldið að uppskera núna fyrir þá staðfestu í rauninni. Síðan verður maður að taka tillit til þess að við erum í raun bara smábær en engin stórborg og því í raun frábært að það sé sena hérna yfirhöfuð.
Hinsvegar myndi ég persónulega vilja hafa hana fjölbreyttari oft á tíðum. Finnst oft að menn séu að spila alltof líkt dót og vanta oft meira krydd í settin. Þó vill ég hrósa Jacobsen og Kaffibarnum fyrir að sinna danstónlistinni vel. Svo má ekki gleyma öllum þessum íslensku tónlistarmönnum sem eru að gera frábæra hluti.
4.Hvað ertu að fíla?
Skal nefna nokkra bara Oculus, Einum Of, Muted, D-Bridge, Lynx, Instra:mental, Untold, Silkie, Mala, Hypno, Republic of Noice, Subminimal, Raychem, Omar S, Ricardo Villalobos, Hudson Mohawk, Blue Daisey, ilo, Zomby, Mount Kimbie, Modeselektor, Martyn, Pangaea, Commix gæti eiginlega haldið áfram endalaust.
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Endilega grafa eftir tónlist ekki bara éta upp topp lista og tónlistar blogg þó það sé um að gera að fylgjast líka með því. Kynnið ykkur líka rætur tónlistarinnar en ekki bara til að geta vitnað í einhver gömul nöfn og hittara.
Lagalisti:
01. Bop – Tears Of A Lonely Metaphysician (Med School)
02. MúM – The Ballad Of The Broken Birdie Records (Ruxpin Remix 1) (TMT)
03. Muted & Justice – Lite Star (MJazz Dub)
04. Instra:mental – Hunter (Soul:R)
05. D-Bridge – Wonder Where (Nonplus)
06. Instra:mental – Thugtronika (Exit)
07. Amit – Propaganda (Commercial Suicide)
08. Tertius – Structure (Deep Blue Remix) (Partisan)
09. Special Forces – Something Els (Bleeps Tune) (Photek Productions)
10. Hidden Agenda – Channel (Metalheadz)
11. Commix – Belleview (Metalheadz)
12. D-Bridge – On Your Mind (Soul:R)
13. Dj Crystal – Warpdrive (Lucky Spin)
14. Ed Rush & Nico – Guncheck (No U Turn)
15. Trace & Ed Rush – Clean Gun (Lucky Spin)
16. Sully Shanks – Give Me Up (2nd Drop)
17. Ramadanman – Revenue (Untold Remix) (2nd Drop)
18. Mala – Lean Forward (DMZ)
19. Oculus – Make It Fast (Dub)
20. Matty G – 50.000 Watts (Loefah Remix) (Argon)
21. Zomby – Kaliko (Hyperdub)
22. Modeselektor – The Black Block (Rustie Remix) (Bpitch Control)
23. Mark Pritchard feat Om’mas Keith – Wind It Up (Hyperdub)
24. Joker – Digidesign (Hyperdub)
25. Martyn – Vancouver (3024)
26. Untold – Just For You (Applepips)
27. Ramadanman – Offal (Soul Jazz)
28. Moderat – Rusty Nails (Bpitch Control)
Je!
Spennandi playlisti….hlakka til að hlusta
þessi ewok sko
Amen vinur!
næs mix, & næs ARTWORK! props.
Einn besti tracklisti sem að eg hef séð bara hreinlega !
Bakvísun: SyrpuSyrpa #21 « DansiDans.com – Raf- og danstónlist á Íslandi