Fáir tónlistarmenn eru í jafn miklu uppáhaldi hjá Dansidans eins og Ricardo Villalobos eða Kardó, eins og við köllum hann í daglegu tali. Því vakti það mikla lukku í herbúðum okkar að heyra af væntanlegri heimildarmynd um þennan merka tónlistarmann en leikstjórinn Romuald Karmakar stendur að baki þeirri mynd sem hefur einfaldlega hlotið nafnið Villalobos
Trailer þessi er í sjálfu sér ekki ýkja spennandi en þó merkilegt að Karmakar hafi fengið að taka upp efni á Panoramabar sem er alræmdur fyrir harða dyravörslu og algert myndavélabann. Með eins litríkan karakter og Kardó sem umfjöllunarefni er þó ekki við öðru að búast en að mynd þessi verði nokkuð forvitnileg.
Ég hlakka til að sjá þetta…