Nýjir geislaspilarar frá Pioneer

Pioneer hafa svipt hulunni af tveimur nýjum cdj’um (hvað væri gott íslenskt orð fyrir þetta, plötusnúðageislaspilarar – pgs’ar ???), CDJ-2000 og CDJ-900. Sá fyrrnefndi er greinilega arftaki cdj-1000 mk 3 og ætli sá síðarnefndi sé ekki hugsaður sem ný útgáfa af cdj-800. Lítur allt saman voða vel út en satt best að segja var ég einhvern veginn að búast við meiri og afdrifaríkari breytingum og viðbótum.

Held að Pioneer vilji klárlega reyna að fá bita af þeim markaði sem timecode stýrður dj búnaður eins og Serato og Traktor hafa skapað, „Rekordbox“ hugbúnaðurinn eflaust tilraun til slíkrar innrásar. USB / MP3 spilara fídusinn og innbyggður browser (með stærri skjá) var löngu tímabær breyting og verður gaman að fá að prófa fílinginn í því þegar fram líða stundir. „Needle search“ virkar sem góður kostur, hafa eflaust fleiri en ég pirrað sig á því að spóla áfram annað hvort með því að halda inni tökkum eða að snúa jog hjólinu endalaust, reyndar spurning hvort þetta sé nokkuð eitthvað sem plötusnúðar eigi eftir að reka sig óvart í? Finnst að Pioneer menn hefðu mátt taka þennan loop fídus lengra og bæta við fleiri bpm tengdum effectum finnst þeir voru komnir í gang, tæknin er klárlega til staðar eins og djm 800 mixerinn sýnir.

Verður spennandi að sjá hvernig innreið þessarar tækja í bransann fer fram og sömuleiðis hver verður fyrsti íslenski plötusnúðurinn sem festir kaup á þetta. Sexy græjur en verðmiðinn eflaust eftir því.

7 athugasemdir við “Nýjir geislaspilarar frá Pioneer

 1. Eru þeir ekki að koma með þetta aðeins of seint?

 2. Það er spurning? Mér finnst alltaf fleiri og fleiri vera að nota serato eða traktor með cdj’s og pioneer er klárlega leiðandi í cjd markaðnum, þetta rýkur ábyggilega út eins og heitar lummur

 3. Spurning með verðið á þessu… þó getur fengið Serrato eða Traktor á 500-600 € en CDJ2000 er að fara á hátt í 2000 € skilst mér… sem er frekar mikið.

 4. en ef við stillum reikningsdæminu svona upp:

  2 x cdj 2000 = 4000 evrur
  1 x serato/traktor = 600 evrur
  1 x laptop = 1000 evrur
  samtals = 5600 evrur

  2 x sl 1200 = 1000 evrur
  500 x 12″ = 4500 evrur
  samtals = 5500 evrur

  Eða tekið 100 færri plötur og fengið þér laptop líka 😉

 5. holy shit mig langar í svona

 6. Þetta er í raun bara orðnar litlar tölvur. Bara fáranlega dýrar tölvur. Held ég myndi bara frekar nota lappa með controler. Finnst dj græju bransinn orðinn soldið upptekinn núna af að koma með nýjustu og flottustu tæknina.

  Fáir eiga eftir að tíma að eyða pening í þetta og þar af leiðandi fáir sem virkilega kunna á fítusana. Þá eiga aðalega stórir staðir eftir að eiga efni á þessu. Þá eiga eflaust fæstir plötusnúðar sem nota þá eftir að kunna almennilega á fítusana.

  Held þetta verði soldið eins og með gsm síma. Bara brot af notendum eiga eftir að nota almennilega eitthvað af fítusunum.

  Ekki það að ég væri alveg til í að leika mér á þessa græju. En bara enganveginn peningsins virði.

 7. CDJ 2000 = 399.900 skv. Ormsson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s