Danstónlistardrama í gangi þessa dagana en Felix da Housecat hefur ásakað DJ Hell um að nota raddupptökur frá sér án leyfis. Hell hefur svarað fyrir sig og segist hafa fengið grænt ljós frá Pudd Daddy (sem þenur raddbönd sín skemmtilega í umræddu lagi). Vonandi leysa þessir reynsluboltar þennan ágreining sinn, en sama hvernig það fer er umrædd accapella alger klassík eins og við höfum áður minnst á hér á dansidans.
Er þessi acapella frá Felix da Housecat? Vissi það ekki – en jú, þetta er með bestu acapellum sem ég hef heyrt.
Og er enginn búinn að kvarta yfir stuldinum á bassalínunni (Sandee – Notice Me)?
Good Artists Borrow, Great Artists Steal
Þess má geta að Radio Slave remixið af þessu lagi er rúmar 28 mínútur.