Addi Intro, e.þ.s. Introbeats, er einn af máttarstólpum íslenskrar hip hop tónlistar. Hann er meðlimur í Forgotten Lores og skipar ásamt Birki B tvíeykið Arkir, þá er hann einn öflugasti plötusnúður höfuðborgarinnar og taktasmiður „extraordinaire“.
Addi tók sig til og smellti í nýjasta hlaðvarp DansiDans, inniheldur syrpan hans eingöngu tónsmíðar eftir Adda sjálfan og gefur því góða mynd af þeim töfrum sem eiga sér stað í hljóðveri Introbeats. Það er DansiDans mikil ánægja að kynna til leiks sjöunda hlutan í DansiDans hlaðvarpinu, syrpu frá Introbeats!
Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.
1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Öll tónlistin á teipinu er eftir sjalfan mig. Notaði 2 plötuspilara og Serato mixer en tók upp beint í Protools til að geta fiktað meira i effectum og gert það meira spennandi fyrir hlustendur, fullt af sígó og flatt kókakóla. Ekkert spes þema fyrir utan Introbeats þemað. Semsagt lounge-ish bangin beats med smá space twisti
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Fyrir utan ad vinna i Skífunni, detta íða of oft , spila á Prikinu um helgar og virkum, sofa , éta og skíta þá er maður að leggja loka hönd á aðra solo plötu Didda Fel (Forgotten Lores) sem er BANGIN! og skeita… má ekki gleyma ad nefna það… heldur manni lifandi.
3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?
Senan? Hvaða sena? Senan sem eg tengist, hiphop senan er lúmkst að koma til, en næturlífssenan er sterk.. Loksins að koma góð klúbba menning á þetta sker, Prikið reppar hiphopið í klessu og Jacobsen er ad standa sig vel í electronic music kantinum!
4.Hvað ertu að fíla?
Gott tjill/djamm, kfc og góða tónlist.. engin sérstök, góð tonlist er alltaf góð tónlist!
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Ekki gleyma að tjekka á Myspaceinu (www.myspace.com/introbeats) mínu við og við..(ójá eg nota ennþá Myspace)..koma a Airwaves showið mitt..og tjekka á Didda Fel plötunni „Hesthúsið“ sem verdur til rétt i kringum Airwaves!!!
takk fyrir mig
p.s. Dilla4life!
lagalisti:
1. IntroBeats – Distance
2. IntroBeats – Look Up
3. IntroBeats – Ish Daa
4. IntroBeats – Gjemmér Sódavatn
5. IntroBeats – Bæjó (no homo)
6. IntroBeats – Tipsy Chicks
7. IntroBeats – Just Another Beat
8. IntroBeats – Last Call
9. IntroBeats – Memory Search
10. IntroBeats – J.E.D (Du Ved Hvem Du Er)
11. IntroBeats – Gamerino
12. Clubb XXX
13. IntroBeats – Kinkr
14. IntroBeats – BurfOne
15. IntroBeats – Boom Step
Fáranlega góðir hlutir í þessu mixi.
ótrúlega fínt, fullt af óheyrðum beats og flottheitum…
þetta er rosalegt!
Fáránlega tryllt.
meg ani ce
Frábært! Takk Intro!
Sikkað , get ekki beðið eftir að demba þessu i headphonin þegar að ég kem heim
Intro always with the fresh stuff!
og btw Geoff ILLAÐ artwork
góð tonlist er alltaf góð tónlist!
úber smúð eins og alltaf Addi!
boom step / functional coma er svo gott!
Illað tape! Nice beats eins og alltaf!