Fabric 10 ára

Næturklúbburinn margfrægi fabric fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og DansiDans óskar fabric til hamingju með áratuginn. Fabric er einn af mínum uppáhalds klúbbum, þó það sé alltaf óþægilega stappað og maður þurfi að bíða í röð í hálftíma á 20 mínútna fresti þá bætir tónlistin það einfaldlega upp. Finnur varla klúbb sem er með jafn fjölbreytta og spennandi tónlistarmenn að spila hjá sér og það í hverri viku. Þá er hljóðkerfið frábært og umgjörðin, lúkkið og fílið allt sömuleiðis til fyrirmyndar.

Fyrir utan það að reka klúbb eru fabric svo með skemmtilega mixdiska séríu og fyrirtaks hlaðvarp, á blogginu sínu fagna fabric liðar líka afmælinu með ýmsum hætti. Þá tók Resident Advisor klúbburinn saman umfjöllun um sögu og starfsemi fabric og er það góð lesning.

Ef þú lesandi góður ert í Lundúnarborg um helgina mælum við með að kíkja við á fabric, afmælisfagnaðurinn byrjar á fimmtudegi og föstudegi en aðalpartýið hefst á laugardagskvöldi og stendur fram á mánudagsmorgun… góð afmælisveisla það! Meðal gesta eru Kenny Larkin, Ricardo Villalobos, Daniel Bell, Daniel Wang Rub-n-Tug og fleiri og fleiri.

Endum þessa færslu á tölfræði sem var að finna í fréttabréfi frá fabric. Sumar tölurnar eru svona rétt mátulega trúanlegar, en fyndið er þetta allavega.

ESSENTIAL FACTS ABOUT FABRIC…
– Number of hours of music = 18,000, based on about 35 hours a week average.
– Number of fabric couples = That we know of…3 couples that met at fabric and married, countless couples that have hooked up and not remembered the next day.
– Number of people through the doors = over 4,186,029
– Number of slipmatts used = 65
– Number of broken needles = about 1600, roughly 3 a week.
– Number of microphones broken by MCs = 53
– Number of cases of beer = about 160,000
– Number of bottles of wine = about 50,000
– Number of shots necked = over 1,300,000 pure shots
– Number of glasses = 312,000
– Number of limes/lemons = 350,000
– Number of tonnes of ice = 1 x glacier
– Number of rewinds = not enough yet.
– Number of tunes played = loads
– Number of bartenders hired = 600
– Number of toilet flushes (rank) = 8,299,200 flushes!!
– Number of people that have got lost in fabric = everyone
– Number of flyers given out = 30,000,000 (yes, thirty million) flyers
– Number of artists = over 20,800 acts between Friday and Saturday night
– Furthest cab ride home = Cardiff
– Number of Joe Beades = 1. Our handyman extraordinaire – the only reason fabric is still standing today.

-Kalli | ktryggvason@gmail.com

5 athugasemdir við “Fabric 10 ára

  1. „- Number of rewinds = not enough yet“

    lol

  2. hehe, skemmtileg facts

  3. – Furthest cab ride home = Cardiff

    250 kílómetrar.. það hefur kostað skildinginn

  4. Bakvísun: Berghain « DansiDans.com – Raf- og danstónlist á Íslandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s