Cumbia, Nu-Cumbia og Cumbia Digital

Ég datt inn á nýlegan ‘Beats in Space’ þátt í dag þar sem hinn skoski ‘JD Twitch’ spilaði frekar óvenjulegt sett sem vert er að benda á. JD Twitch er líklega best þekktur fyrir þátt sinn í Optimo klúbbakvöldunum (og útgáfunni) í Glasgow en þetta kvöldið lék hann Cumbia tónlist fyrir hlustendur. Hann hóf syrpuna á hefðbundinni Cumbia tónlist sem er að öllum líkindum upprunalega frá Kolumbíu og er einhverskonar blanda af afrískum trommum við flautur og önnur kolumbísk hljóðfæri (mönnum ber ekki alveg saman um upprunann en Cumbia er vinsæl alþýðutónlist um alla S-Ameríku). Um mitt sett breytti JD örlítið um stíl og hóf að spila það sem kallað er Cumbia Digital eða Nu-Cumbia sem er, eins og nafnið gefur til kynna, nútímaleg elektrónísk útgáfa af Cumbia. Eftir stutt internet ráp og nokkrar heimsóknir á hype síður komst ég að því að ný-Cumbia er að verða (eða er orðin) vinsæl klúbbatónlist í latneska heiminum og þá sérstaklega í Argentínu og Mexíkó. Sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér…

Hér má finna JD Twitch settið og Þetta blogg er víst eingöngu helgað Cumbia Digital stefnunni.

Nokkrar myspace síður Cumbia Digital listamanna og leibela:

Chanca Vía Circuito: http://www.myspace.com/chanchaviacircuito

ZZK Records: http://www.myspace.com/zzkrecords

El hijo de la Cumbia: http://www.myspace.com/elhijodelacumbia

2 athugasemdir við “Cumbia, Nu-Cumbia og Cumbia Digital

  1. Dj Rupture hefur verið öflugur talsmaður þessarar stefnu líka:
    http://www.negrophonic.com/category/cumbia/

  2. leopoldkristjansson

    Ég keypti fyrir einhverjum árum 1-2 safnplötur sem hétu Cumbia Cumbia og voru frá Kolumbíu. Hafði gaman af þeim. Innihéldu m.a. eitt af þeim lögum sem JD Twitch spilar í fyrri hluta settsins. Hef annars oft gaman af þessu sándi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s