Berghain

Resident Advisor eru í ofurklúbba fíling, um daginn var það fabric umfjöllunin og núna hafa þeir birt kafla úr nýrri bók Tobias Rapp, „Lost and Sound: Berlin, techno and the Easyjetset“ þar sem Rapp skrifar um næturklúbbinn alræmda, Berghain.

Þetta er virkilega skemmtileg lesning og lýsir Berghain vel, amk minni upplifun af þessari techno-stofnun. Skemmtilegt líka að bera saman þesssa tvo klúbba, fabric og Berghain, sennilega frægustu klúbbar í heimi um þessar mundir en eru um margt ólíkir. Á fabric er jafnræði í dyravörslu, þar komast nánast allir inn og það er mikið partý en það er líka stappað og skrítin blanda af fólki sem er ekkert endilega að sækja staðinn útaf tónlistinni. Á Berghain er þessu öfugt farið, helmingurinn af stuðinu felst í því einu að komast inn enda eru pickerarnir og dyraverðirnir alræmdir (það gleymir enginn sínum fyrstu kynnum við Sven!) Munurinn á þessu tvennu lýsir kannski bara muninum á bretum og þjóðverjum almennt, eða í að minnsta tónlistar- og næturlífssenum þeirra.

Berghain (mynd e. mlaiacker)

Ég hafði persónulega farið nokkrum sinnum á Panoramabar áður en ég sá Berghain loksins líka (Panoramabar  er á efri hæð Berghain, þar er meiri house fílingur en það er techno techno á Berghain, á föstudögum er það oft bara Pannebar sem er opinn). Panoramabar er flottur en það var ekki fyrr en maður sá Berghain að maður fattaði að hér væri eitthvað virkilega spes í gangi. Kerfið er ótrúlegt, það besta sem ég hef í heyrt hreinlega, ótrúlega kröftugt en skýrt á sama tíma, tónlistin er fyrirtak og gestir staðarins eru litríkir svo ekki sé meira sagt. Mér er til að mynda minnisstætt að hafa staðið uppi á stiganum hjá Panoramabar og horft á nokkur hundruð stælta og sveitta homma gjörsamlega missa það yfir „Blue Monday“ með New Order ofan í grjóthart techno frá Marcel Dettmann, var ég ánægður að sjá ekki inn í myrkvuðu herbergin þá. Sömuleiðis var eftirminnilegt að dansa lengi lengi lengi í afmælisfagnaði fyrrnefnds Hr. Dettmann, góðar stundir. Væri gaman að heyra Berghain sögur Dansidans lesenda í athugasemdum.

Annars lýsir Rapp þessu að sjálfsögðu betur en ég og þessi bók hans virkar spennandi (ku vera væntanleg í enskri þýðingu á næstunni). Mæli með þessari grein og mæli auðvitað með Berghain líka fyrir þá sem eru í Berlínarborg.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

ps. kannski rétt að minnast á það hversu mikið það svíður fólki að vera meinað um inngöngu á Berghain, t.d. vakti það mikla athygli um daginn þegar Richie Hawtin var hent út!

3 athugasemdir við “Berghain

  1. leopoldkristjansson

    Já, Innercityvisions ætla víst að láta enska þessa bók. Annars er kaflinn „Der Ricardo“ minn uppáhalds…

    Richie Hawtin tilkynnti það víst stuttu seinna að honum var ekki hent út, heldur fór sjálfviljugur.

  2. Ég fór til Berlínar í sumar, doldið vandræðalegt að segja frá því en ég hafði ekki hugmynd um hvað Berghain eða Panoramabar var þegar ég reyndi að fara þangað, datt aldrei í hug að þetta væri stærsti Techno klúbbur í heimi. Klukkan var að verða sex um morguninn og ég stóð þarna í röðinni, hitti fyrir mestu tilviljun einhvern hljómsveitadreng sem ég hafði spilað með tvisvar sinnum áður í útlöndum, var eiginlega í hláturskasti allan tímann í röðinni það var allt svo djöfull absúrd þarna og svo kom ég að dyravörðunum, lenti á gæjanum með tattúið í fésinu sem horfði á mig og sá strax að ég var einhver drengshálfviti að skoða Berlín og sagði „Keep walking“.

    Þessi reynsla var samt fökk fyndin. Vonbrigðin með að hafa ekki komist inn komu strax vikuna eftir, þegar ég rakst á einhver blogg um Berghain.

    Ég get samt ekki skrifað með orðum hvað mér fannst gaman í Berlín.

  3. Lelli fékkstu eintak?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s