Dansidans Hlaðvarp#8 – Óli Ofur

ofur

DansiDans Hlaðvarp #8 – Óli Ofur

Óli hefur spilað um víðan völl og er þar að auki hljóðkerfagutti, hann sleit barnsskóm plötusnúðamennskunar í drum & bass tónlistinni en sneri sér síðar að electro/house/techno.

Óli sem er gjarnan kenndur við „ofur“  kvöldin á hans Akranesi ,hefur  ekki aðeins verið duglegur að standa fyrir klúbbakvöldum og rave-um síðustu ár heldur hefur hann líka komið á fót Ofur Hljóðkerfum.

Óli Ofur er á bakvið spilarana í áttunda hlaðvarpi Dansdans og býður upp á djúpt hús og eðal grúv sem ætti að fá fólk til að dansa í skammdeginu.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1.Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Fyrsta pæling með mixinu var að þetta átti ekki að vera dansgólfs,
heldur meira hlustunarmix. Jafnvel sunnudagshlustunarmix á góðum degi
án þynnku. Önnur pæling var að gera lo-fi, notaði tvo geislaspilara og
mixer með serato og tók upp á kasettu, yfirfærði það svo yfir á
tölvutækt og bætti við effekt þannig að maður fengi svona oldskúl
walkman fíling.. pælingarnar komu soldið uppúr hugsunum um hvort það
ættu að vera einhverjar pælingar.. ef þið skiljið hvað ég á við.

2.Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Bara alltaf á kafi í vinnu og spilamensku, var brjáluð törn í kringum
Réttir og Airwaves og er strax kominn á kaf í önnur verkefni

3.Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?

Stundum fynnst mér hún alveg tryllt. Allt að gerast og gengur vel
allstaðar, en það er sennilega hægt að segja að hún sé helvíti óstabíl
samt. Það er í rauninni ekki stór hópur sem við myndum kalla senu
(fólk sem veit og hefur gaman af því að dansa) en það er slatti af
liði sem hefur gaman af því að skemmta sér sem rambar oft inn í
senuna og þá er oft gaman. Má bæta því við að mér finnst magnað hvað
við erum með mikið af talentum á Íslandi (plötusnúðar og artistar)

4.Hvað ertu að fíla?
Joris Voorn, Chicago, Diynamic labelið, André Crom, 2000 and one,
upbeat tech-house, deep house, prog, techno með oldskúl fíling svo
eitthvað sé nefnt

5.Linkar/Plögg/Lokaorð?
Maður ætti náttúrulega að vera kominn með ofur.is fyrir svona
spurningar, en allavega, sóló í kjallara Jacobsen 7. nóv. Það verður
tryllt, upphitun fyrir Umek á Nasa 14. nóv og svo er ég að spila einn
mín liðs á Nasa 16. janúar. En ég held að svona gigg hafi ekki verið
sett upp á Íslandi áður.

lagalisti:
1. Claude VonStroke – Jasper’s Baby Robot
2. Hot Toddy – I Need Love feat Ron Basejam (Morgan Geist Love Dub)
3. Spectral Empire – Innerfearence (Chateu Flight remix)
4. Natural Self – Believer
5. Luke Hess – Reel Life (CV313 Dimensional Space mix)
6. WhoMadeWho – Keep Me In My Plane (Dj Koze Hudson River Dub)
7. Cloud – Sakta
8. Steve Bug – You Make Me Feel (version 2)
9. Claude VonStroke – Aundy (Dj version)
10. Stimming – Funk With Me
11. Motor City Drum Ensemble – Raw Cuts #6
12. Andre Crom & Luca Doobie – Attica (Makam remix)
13. Soundstream – Good Soul
14. Rone – Belleville (Clara Moto & Tyler Pope remix)
15. Joris Voorn – Blank

 

Artworkið setti Geoffrey saman fyrir Dansidans

6 athugasemdir við “Dansidans Hlaðvarp#8 – Óli Ofur

 1. leopoldkristjansson

  Er að sækja mixið, hlakka til að heyra!

 2. Mér finst tape hissið skemmtilegast við mixið, svo snú spólunni við, svo lögin, hehe.

  Green, þetta er fokk gott migs.

 3. ú ..hlakka til að hlusta

 4. Hlustunar mix eru æði, næ í þetta og skelli í bílinn.

 5. Var að byrja. Lofar ekkert smá góðu Óli. Alltof langt síðan maður hefur heyrt svona lágstemmt og seiðandi mix.

  10:00 er bomba!

 6. brjáálaður lagalisti, hlakka til að hlusta! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s