Matthew Herbert gerir plötu með svíni

Ég las nýverið um nýjasta uppátæki hins ágæta en sérvitra tónlistarmanns Matthew Herbert. Matthew hyggst ala upp svín sem síðan skal slátra, borða og smíða úr hljóðfæri. Hausinn verður matreiddur af stjörnukokkinum Heston Blumenthal en beinin verða notuð í flautu sem notuð verður á næstu plötu Matthew, ásamt upptökum af svíninu á meðan það er á lífi. Hugsanlega verður skinnið svo notað í trommu en hann telur það skildu sína sem tónlistarmanns að gera tilraunir með hljóð og nýstárleg hljóðfæri.

Svínið hans Matthew Herbert

„Um þetta snýst vinna mín – það er á ábyrgð listamannsins að búa til tengingar, sama hve skrítnar þær kunna að reynast og hvert þær taka okkur.“

Svínið hans er víst um 8-9 vikna gamalt sem stendur og eru upptökur í fullum gangi.

Svínið hans Matthew Herbert

Þetta verkefni, sem kallast One Pig, er partur af þríleik þar sem listamaðurinn gerir plötur sem allar samanstanda af einum hlut hver. Hinar tvær plöturnar eru One One, þar sem Matthew mun spila á allt sjálfur og syngja – og svo One Club þar sem Matthew tók upp gesti Robert Johnson klúbbsins í nágrenni Frankfurt og munu þeir sem þar voru skapa allan efnivið í þá plötu.

Matthew Herbert við upptökur

Það er svo hægt að lesa meira um ævintýri svínsins hér.

Ég rakst svo á þetta skemmtilega plagg. Það er ótengt umræddu verkefni, en engu að síður skemmtilegt.

Jáhá…

2 athugasemdir við “Matthew Herbert gerir plötu með svíni

  1. Besta við Herbert er að tónlistin er alltaf frekar góð þótt pælingarnar virki frekar langsóttar og steiktar. Ég hlakka allavega til í að heyra tónlistina sem kemur úr þessum verkefnum.

    Rétt að kíkja líka á samningin sem Herbert gerði við sjálfan sig um tónsmíðar: http://www.matthewherbert.com/pccom.php

  2. Hann var líka að gera tryllta jazz-plötu með The Matthew Herbert Big Band

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s