DansiDans eins árs!

DansiDans fagnaði eins árs afmæli í kyrrþey í gær en fyrsta færslan á þessari síðu fór upp 25. nóvember 2008. Síðan þá hafa svo dottið inn 156 færslur í 21 flokka með 494 töggum og gestir síðunnar hafa skilið eftir 518 athugasemdir (þar af 8 spam). Gestafjöldin hleypur á tugum þúsunda á árinu og eru vinsælustu færslurnar um væntanlega svínaplötu Matthew Herbert og Oculus hlaðvarpið. Annars eru 8 hlutar komnir í hlaðvarpið okkar, hvor öðrum betri og sennilega sá hluti síðunar sem ég persónulega er ánægðastur með. Ef miða má við viðbrögð áskrifenda og annnarra eru fleiri sáttir við DansiDans hlaðvarpið. Fylgist vel með því í vændum eru fjölbreytt og stórskemmtileg mix frá nokkrum af skemmtilegri snúðum lýðveldisins.

Annars er DansiDans skilgetið afkvæmi og hugmynd Magnúsar Felix, en honum þótti vöntun á vitrænni umfjöllun um rafræna danstónlist á Íslandi. Hér hefur verið gerð tilraun til þess að fylla í það skarð með skrifum og ábendingum Magnúsar og annarra vel valinna aðila. Við þökkum fínar móttökur og vonum að þið fylgist áfram með DansiDans.com því við höldum ótrauðir áfram. Ábendingar um efni og umfjallanir eru að vanda vel þegnar og sömuleiðis hlekkir á síðuna og athugasemdir á einstakar færslur.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

18 athugasemdir við “DansiDans eins árs!

 1. Matthías Skjöldur

  Til hamingju með afmælið

 2. Engin Kaka?

  Kannski er hann upptekinn með Real.

 3. Til hamingju með afmæli. Dansidans á lof skilið fyrir frábæra umfjöllun um raftónlist og það sem henni tengist. Hvernig væri að setja upp forums ? hugi.is/danstónlist er í heljargreipum þursa og mér finnst vanta góðan grundvöll fyrir umræðu. breakbeat.is eru auðvitað með forums en þar er einblínt á breakbeat.

 4. Til hamingju með afmælið, frábært framtak !
  Sammála Halla með forums, held það gæti verið skemmtilegt.

  ég þakka fyrir mig !

 5. Já við höfum verið að spá í að opna spjallborð

 6. Til hamingju með afmælið!

  Mér lýst vel á spjallborð! Þykir þó að þið ættuð að setja upp spjallborð sem að maður þarf að logga sig inn á mínútu fresti… bara svona til að halda í gamla góða fílingin!

 7. Til hammó me ammó :***

 8. til hamingju..

  mér finnst að það ætti að vera dansidans síða allavega einusinni í mánuði í t.d. fréttablaði til að koma vitrænni umræðu fyrir sjónir almennings.

 9. geðveikt…
  Að halda afmæli í kyrrþey…. til hamingju!!!!

 10. það er kannski ráð að skoða DansiDans spjallsíðu, það var alltaf stefnan í upphafi. (Auðvitað er allt smekklegt spjall velkomið á Breakbeat.is/kjaftaedid líka 😉

  @óli ofur: Almenningur hefur ekkert vit á vitrænni umræðu!

 11. Til hamingju með afmælið og takk fyrir mig

 12. alla daga væri ég frekar til í að almenningur verði vitni að því sem hér fer fram frekar en t.d. plöggi frá agent.is, flass, techno.is eða superman..

  þ.e. umræða um dansmúsík á frá öðru sjónarhorni en sjónarhorni djammaranns, dansmúsík er líka fyrir fólk sem hefur áhuga á músíkinni fyrst og fremst.

 13. AMEN Óli!

  en annars til hamingju með afmælið dansidans, búinn að vera mjög sáttur með þetta

  Keep it up!

 14. leopoldkristjansson

  Búið að vera skemmtilegt eitt ár!

 15. Til hamingju og takk fyrir mig, mjög skemmtilegar lesningar hér alltaf!

  en já, spjallborð væru uberschwít að mínu mati

 16. til hamingju, dansidans datt fljótlega í „daglegan internet rúntinn“ hjá mér. Takk fyrir mig.

 17. tek undir hugmynd óla ofur..

  hamingju með afmælið

 18. Takk fyrir mig!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s