Langt síðan að við mældum með mixum en það hefur verið nóg af þeim á internetinu undanfarið.
Viktor Birgisson setti upp mixið Saturday Tea Party, ég læt lýsinguna hans á þessu skemmtilega mixi duga. Hún er eftirfarandi:
„Me and Pimp Jackson went into the jungle with Ramon Tapia and danced our asses off….. „. Mixið má nálgast hér
Fyrir u.þ.b mánuði síðan gerði Breakbeat boltinn Gunni Ewok hús mix. Eins og við höfum áður sagt þá eru fáir plötusnúðar sem eru jafn fjölbreyttir og Ewok. Mixið samanstendur af mestu leyti af gömlu eðalsmeðal dóti sem Ewok fann í plötu hillunni sinni.Frábært mix.
Á árinu hefur veirð mikið um sambræðing á milli house og dubstep. Þetta þykir mér skemmtilega pæling þar sem mikið af dubsteppi er good stuff. Nýjasta promo mixið hans Kára Hypno er dæmi um slíkan sambræðing og ég mæli með að fólk tékki á því.
182. Resident Advisor mixið kom út í gær. RA mixin hafa verið frekar einsleit(allir að spila svífandi deep house) þó með nokkrum undartekningum. Mix nr. 182 er eitt að þessum undartekningum en það er enginn annar er en Guillaume and the Coutu Dumonts sem sér um það. Hann er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum og veldur þetta mix hans mér ekki vonbrigðum.
Dj Shaft bætti nýlega við 11 hlutanum í Adult Music mix seríuna sína. Soulful vocal house ræður þar ríkjum eins og í fyrri hlutunum. Ég mæli með að fólk tékki á þessu mixi og restinni af sériunni. Mixið má nálgast hér og tracklisti og önnur mix eftir Shaft má finna hér
Að lokum ætla ég að benda fólki á live settið mitt frá Airwaves, þar sem ég spilaði á Reyk Veek kvöldinu á Jacobsen.
Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com
gott plögg !
gott plögg !
Er Óli Hjörtur í Guillaume and the Coutu Dumonts ??