Dansidans Hlaðvarp#9 – Margeir

Fastagestir DansiDans hafa tekið eftir því að lítið var um uppfærslur yfir hátíðirnar og áramótin, vegna þessa riðlaðist hlaðvarpið okkar einnig lítillega. Nú er nýtt ár hafið, fer það vel af stað og er það ætlun DansiDans liða að spýta í lófana og keyra síðuna aftur í gang á nýju ári.

Með það í huga er það okkur sönn ánægja að kynna fyrsta DansiDans hlaðvarp ársins 2010 en á bakvið þessa syrpu stendur Margeir aka Jack Schidt. Margeir ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum danstónlistaráhugamanni. Hann á að baki farsælan og langan plötusnúðaferil innanlands sem utan, er hluti af Gluteus Maximus tvíeykinu, hefur gefið út  þó nokkra mixdiska og staðið á bakvið spennandi og nýstárlega viðburði á borð við Diskókvöld Margeirs og Margeir og Sinfó. Í DansiDans syrpu sinni bregður Margeir á leik með ýmis konar raftónlist oftar en ekki á tilraunakenndari nótunum, fyrirtaks bræðingur

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

lagalisti:
1. Paul Lansky – Six Fantasies on a Poem by Thomas Campion: her song (Composers Recordings Inc.)
2. Vincent Gallo – Lonely Boy (Lakeshore Records)
3. Clock DVA – Buried Dreams (Wax Trax! Records)
4. Liaisons Dangereuses – Mystére Dans Le Brouillard (Roadrunner Records)
5. Snowy Red – Still Human (Dirty Dance)
6. Grauzone – Eisbaer (LD Records)
7. Xex – Svetlana (The Smack Shire)
8. Suicide – Dream Baby Dream (Island Records)
9. Frank Bretschneider – Expecting Something Taller (Underscan)
10. Alva Noto – Obi 2Min (Raster-Noton)
11. Pan Sonic – Maa (Blast First)

18 athugasemdir við “Dansidans Hlaðvarp#9 – Margeir

  1. Fyrirtak! Margt spennandi framundan á Dansidans.com.

  2. brjálað! og artworkið er líka snilld

    eina sem vantar er viðtalið

  3. Viðtal?

    Spyrjið … (t.d. með því að setja inn ummæli) og þið munuð fá svör!

  4. Eðall. Flott þema.

  5. Hvað heitir rotary mixerinn þinn Margeir ?

  6. Interactive viðtal í boði Dansidans.com!

  7. Mixerinn kallast DJR 400 og er settur saman af Jérome Barbé, frönskum rafmagns/hljóð -gúrú í Parísarborg.

    http://www.electronique-spectacle.com

    kv.
    – Marri Melódía

  8. Hvað er næst á dagskrá hjá hljómsveitinni Gluteus Maximus?

  9. Að gefa út safnplötu með remixum GM er á dagskránni á árinu.

    Svo eru ný remix í vinnslu fyrir aðila eins og Laylow, Ben Frost, Kasper Bjorke, Knút, Thugfucker o.fl.

    Annars er stefnan sett á meiri framleiðslu á eigin efni og minna af remixum fyrir aðra.

    Svo spilum við saman í mið-Evrópu í Febrúar… Frankfurt, Munchen, Innsbruck og kannski eitthvað meira?

    En einnig spilum við í sitthvoru lagi. Hjá mér er t.d. næst á dagskrá að heimsækja borgirnar Riga og Stokkhólm en nýlega landaði ég „residency“ á Berns í Stokkhólmi sem þýðir að ég mun spila þar á c.a. 4-6 vikna fresti út árið 2010.

    Sem sagt heimsyfirráð eða dauði!

  10. Fyrsta Dansa Meira mixið, var það mixað live með plötuspilurum og cdj ?

  11. Fyrsti Dansa meira diskurinn var mixaður live í stofunni heima hjá mér, með þremur (þó aðallega tveimur) CDJ 200 (!) geislaspilurum og gamla Rane rotary mixernum mínum.

    Áður en ég ýtti á record var ég þó búinn að „útsetja diskinn“ með því að prófa út í gegn hvernig lögin pössuðu öll saman.

    Disk númer tvö setti ég saman (ásamt Sexy Lazer) í Ableton Live en meðvitað reyndum við að hafa hann ekki of vel settan saman.

    Suma aðra útgefna diska hef ég mixað algjörlega live. T.d. Party Zone ’97 sem var mixaður með Andrési í kjallaraherbergi hans í einungis einni töku á fjórum spilurum og tveimur mixerum.

    Blue Lagoon diskarnir eru síðan pródúsaðir í Ableton Live.

    Í gamla daga gerði ég svo nokkrar athyglisverðar tilraunir og tók upp einhver mix á svokallað Reel to Reel teip (Detroit Style) sem ég klippti og límdi saman! Það var frekar seinlegt 🙂

  12. getur þú sagt örlítið frá því hvernig Gobbledigook remixið kom á Kompakt og hvort það hefur opnað nýjar dyr varðandi plötusnúðamennsku?

  13. [x] þessi ummæladálkur hefur potential

  14. Við einfaldlega sendum þetta remix á nokkrar kanónur í bransanum (Michael Mayer, Carl Craig, Stephan Bodzin o.fl.) og fengum strax frábær viðbrögð.

    Michael Mayer (Kompakt) vildi ólmur gefa þetta út og við komum af stað samskiptum á milli hans og EMI, sem er plötufyrirtæki SigurRósar.

    Ég efast annars um að þetta mix sem slíkt hafi opnað einhverjar dyr fyrir okkur…. en ég hef heyrt að hljómsveitin Sigur Rós sé orðin svolítið vinsæl.

    Djók 🙂

    Allt safnast þetta náttúrulega saman á „CV-ið“ okkar og hefur áhrif.

    Síðan ætluðum við reyndar alltaf að remixa umslagið líka. Vorum meira að segja búnir að bóka ljósmyndara til að taka myndir af okkur hlaupandi allsberum í náttúrunni.

    Það hefði eflaust opnað einhverjar nýjar dyr fyrir okkur.

  15. með stuð í eyrum við dönsum endalaust…

  16. hvernig virka Rotary mixerar og eru þeir ‘góðir’?

  17. Rotary mixerar eru með snúningstakka til þess að hækkka og lækka í rásum í stað fadera/sleða. Sumir vilja meina að það bjóði upp á meiri nákvæmni þegar maður er að mixa og að hljóðið sé einnig betra í rotary mixerum. Rotary mixerar eru vinsælir meðal house og techno snúða sem gera löng, aflíðandi mix og eru ekki mixið að „cutta“ eða scratcha.

    Veit svo ekki hvort Margeir hefur einhverju við þetta að bæta eða segir af þessu aðra sögu?

  18. Ég efast reyndar um að rotary mixerar sándi betur af því að þeir eru rotary mixerar.

    Annars lýsir Kalli þessu vel.

    kv. frá Tíról

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s