Árslisti 2009 – Karl Tryggvason

Árslistahelgi framundan þar sem bæði PZ og Breakbeat.is gera upp árið 2009 með tilheyrandi húllumhæi. Það er því ekki seinna vænna að smella sínum lista hér inn ásamt nokkrum orðum um efstu lögin. Væri gaman  að sjá fleiri árslista í athugasemdum.

lög /smáskífur:
1. Joy Orbison – Hyph Mngo (Hotflush)
Ástæða þess að „Hyph Mngo“ ratar í fyrsta sæti hjá mér er auðvitað fyrst og fremst að það er frábært lag, en þar að auki passar það skemmtilega við tíðarandann sem ríkti árið 2009. Lagið passaði ekki í niðurnjörvaða flokkadrætti danssenunnar, crossaði algerlega yfir senuna og var spilað af ólíklegustu kandídötum um allan heim, allt frá Gilles Peterson til Sasha. Fyrir rúmu ári vissi varla neinn hver Joy Orbison væri, en eftir að hafa endað í settum hjá mönnum eins og Ben UFO og Skipple breyddist hróður hans fljótt út enda um stórkostlegar tónsmíðar að ræða.

2. Instra:mental – Watching You (Nonplus)
Instra:mental höfðu skapað sér nafn með minimalískum og flottum tónsmíðum en sýndu á sér svotil nýja hlið á árinu. Í „watching you“ eru tregablandnir vókalarnir settir í gegnum effecta sem gera þá svo til kynlausa, þegar þetta rúllar svo ofan á electroskotnum synthunum og lágstemmdum en ákveðnum taktinum verður til einhvers konar framtíðar rnb grúvari, sexý og töff!

3. Darkstar – Aidy’s Girl’s a Computer (Hyperdub)
Darkstar leituðu líka á ný mið með „Aidy’s Girl…“, tölvustúlkan þenur hér vélræna en sálafulla rödd sína yfir blöndu af einföldum ásláttarhljóðfærum og hljóðgerflum fyrri ára. Retro-skotinn fútúrismi sem minnir mig alltaf á Hal úr 2001, gæsahúð í hvert einasta skipti sem skífa þessi ratar á fón.

4. Untold – Anaconda (Hessle Audio)
Untold átti stórgott ár og orsakaði eflaust mörg wtf moment á dansgólfum heimsins. Í lögum hans úir og grúir af tilvitnunum í hljóðheima ólíklegustu danstónlistar, grime áhrifum er blandað saman við hardcore melódíur, house er tengt við dubstep og þar fram eftir götunum. „Anaconda“ byggir á svoleiðis grúvi, skrítið en grípandi.

5.
Animal Collective – Brother Sport (Domino)
Einhver hæpaðasta indieskífa seinni tíma, sem stóð þó fyllilega undir lofinu. Hljómar eins og Beach Boys að gera techno, dáleiðandi og flott.

6. Pepe Bradock – Path of most Resistance (Atavisme)
Deep house æðið tröllreið öllu á árinu 2009, minimal töffararnir höfðu endanlega skipt út minimalískum bleepum fyrir hljómborðshljóma, rafrænum klikkum og kött-um fyrir lífrænar“ kongó og bongó trommur og niðurtjúnaðum vókölum um eiturlyf fyrir gospel-gaspri um ágæti hús tónlistar. En þeir sem ekki voru að elta neina tískubylgjur smíðuðu þó besta djúpa húsið af þeim öllum. Pepe Bradock bauð upp á hrátt og grípandi sánd og almennilegu melódíu í stað ofurpússaðrar og kurteisislegra laptop hljóma.

7. dBridge – Wonder Where (Nonplus)
dBridge pússlaði saman andstæðum, hörðum bassalínum og mjúkum vókölum og skapaði hugljúft dnb lag, hver hefði trúað því?

8. Wax – 20002A (Wax)
Einfalt og dáleiðandi techno frá hinum dularfulla Wax, leitað er í smiðju meistara tíunda áratugar síðustu aldar og útkoman er æðisgengið handstimplað white-label techno grúv.

9.
Bop – Song about my dog (Med School)
Bop er nýliði ársins í drum & bass heiminum að mínu mati, lagið hans um hundinn sinn Boyaka er hugljúft, fallegt og nýstárlegt sánd.

10.
Joker – Digidesign (Hyperdub)
Joker átti mjög gott ár eftir að hafa ruðst fram á sjónarsviðið árið 2008. „Digidesign“ var sennilega hans stærsta lag og tengdi saman dubstep og suðurríkja hip hop með öflugum hætti.

11. Instra:Mental – Photograph (Darkestral)
12. Ramadanman – Revenue (Untold Remix) (2nd Drop)
13. Guido – Orchestral Lab (Punch Drunk)
14. Tony Lionni – Found a Place (Ostgut Ton)
15. Zomby – Godzilla (Ramp)
16. Tim Exile – Family Galaxy (Warp / Planet Mu)
17. Efdemin – Acid Bells (Martyn’s Bittersweet Mix) (Curle)
18. James Blake – Air and Lack There Of  (Hemlock)
19. Cooly G – Narst (Hyperdub)
20. Dan Habernam – Zoom Back Camera (Santorin)

21. Dorian Concept – Trilingual Dance Sexperience (Affine Records)
22. Fever Ray – Seven (Martyn’s Seventh Remix) (Rabid)
23. Hudson Mohawke – Zoo00OOm (Warp)
24. Escher – Austere (Future Thinkin’ Records)
25. Starkey – Gutter Music VIP (Keysound)
26. Spectrasoul feat. Mike Knight – Melodies (Exit)
27. Data – Causeway (Influence)
28. Rustie – Bad Science (Wireblock / Lucky Me)
29. Levon Vincent – Late Night Jam (Ostgut Ton)
30. Reactiv – Badlands (Break Fast Audio)

Breiðskífur:
1. Animal Collective – Merriweather Post Pavilion (Domino)
2. Mount Kimbie –  Maybes / Sketch on Glass EP’s (Hotflush)
3. Alix Perez – 1984 (Shogun Audio)
4. Harmonic 313 – When Machines Exceed Human Intelligence (Warp)
5. Bop –  Clear Your Mind (Med School)
6. Silkie – City Limits Volume 1 (Deep Medi)
7. Yagya – Rigning (Sending Orbs)
8. Martyn – Great Lengths (3024)
9. Peverelist – Jarvik Mindstate (Punch Drunk)
10. Hudson Mohawke – Butter / Polyfolk Dance EP (Warp)

safnskífur / endurútgáfur:

1.  Various – 5 Years of Hyperdub  (Hyperdub)
2. Commix – FabricLive 44: (Fabric)
3. Various / Pepe Bradock – Confiote de Bits  A Remix Collection (BBE)
4. Various – Snuggle & Slap (Circus Company)
5. Terror Danjah – Gremlinz (The Instrumentals 2003-2009) (Planet Mu)
6. Various / DJ Koze – Reincarnations (Get Physical)
7. John Tejada – Fabric 44 (Fabric)
8. Omar S – Fabric 45: Omar S (Fabric)
9. Various – Tectonic Plates 2 (Tectonic)
10. Various – 15 Years of Metalheadz (Metalheadz)

-Karl Tryggvason

3 athugasemdir við “Árslisti 2009 – Karl Tryggvason

  1. viiiiirkilega flottur listi! big ups

  2. Mjög góður listi. Ánægður að sjá Wonder Where svona ofarlega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s