Árið 2009 var ágætis ár tónlistarlega séð þó svo að allir fóru að tala um djúpleika og sál sem heilagann sannleika. Ég þurfti að hafna mörgum góðum lögum en ég er nokkuð sáttur með þennan lista.
15.2000 and One – Wan Poku Moro(100%)
14.Noze – You have to Dance(Mathias Kaden mix) -(Circus Company)
13.Soul Clap – Conscious(Wolf and Lamb)
12.Motor City Drum Ensemble – Raw Cuts 5(MCDE US)
11.Hypno – Telescope(Haunted Audio)
10.DJ Koze – Mrs Bojangles(Circus Company)
Í sumar var ég of fljótur á mér þegar ég dæmdi þessa plötu. Þetta kúabjöllugroove er geðveikt. DJ Koze er einn af fáum sem býr til house óháð tískum og trendum. Ég tel að þetta lag muni virka jafnvel eftir 10 ár og það gerir núna.
9.Pepe Braddock – Path of Moth Resistance(Atavisme)
Deep house eins og það gerist best. Pepe Braddock er með eigið sound hrátt og groove. Verst að mjög fáir Deep house menn skilja hversu mikilvægur hráleikinn er.
8.Darkstarr – Aidy´s Girl is a computer(Kyle Hall rmx ) (Hyperdub)
Hinum unga Kyle Hall tekst ágætlega að remixa þetta frábæra lag. Remixið er heldur rought og groove þó að stundum sé þaðalveg á mörkunum við að vera svífandi deep house.
7.Emiliana Torrini – Jungle Drum(Asli & Tarkin rmx)(CDR)
Svívirðslaust framapot. Er frekar ánægður með þetta remix okkar Asla. Vocallinn er eitthvað svo housevænn.
6.Sometime – Optimal Ending(Leopold and Steinun rmx)(Itsuka)
Skemmtilegt remix af góðu lagi. Remixið spilar mjög vel með sönginn hennar Rósu og laglínan á harmonicunni er geðveik.
5.Tony Lionni – Found a Place (Ostgut Ton)
Tony Lionni er spennandi dúddi og þetta lag er algjör bomba.
4.Norm Talley – The Journey(Third Ear recordings)
Veit ekki mikið um Norm Talley,en held að það sé miðaldra maður frá Detroit. Lagið er í einstaklega einfalt, sömu trommu-og trengjaloopur allt lagið en ef eitthvað er jafngott og þessa loopur þarf þá að breyta því?
3.Floating Points – Vaccum Boogie
Floating points finnst mér brúa bilið milli dubstep og house tónlistar. Flottir analog hljómandi synthar ráða ríkjum í lögunum hans. Vaccum boogie er hægt og semi dramtískt, er ennþá að bíða eftir tækifæri til að spila það.
2.LCD Soundsystem 45:33(Theo Parrish remix)(DFA)
Ef allir hlustuðu á Theo Parrish væri heimurinn betri staður. Remixið hans af LCD Soundsystem slagarum er æðislega catchy „When your out in space. You feel so flyyyyyyyyyyyahahahahahahaha“.
1.Joy Orbison – Hyph Mngo(Hotflush)
Ástæðan fyrir því að Hyph Mngo er topplagið mitt er sú að lagið er klikkað. Þetta stutta moment áður en takturinn kemur inn í byrjun lagsins er alveg málið.Er gellan ekki að segja Adiou eða I do?
Þurfum að spila saman við tækifæri… slatti þarna á mínum lista og slatti sem hefði verið inni ef ég hefði gert top 40.
Vel gert!
hmm… er þetta ekki bara topp 15?