Föstudagsflagari

Árið 2000 jaðraði ég enn við að vera unglingur. Ég var aðeins farinn að grúska í danstónlist og fór stundum í Þrumuna sálugu. Sagði Grétari hvað ég væri að skynja og hann skildi hvað ég átti við. Einhverntíma fór ég heim með Slam – Past Lessons Future Theories.

Þegar heim var komið smellti ég honum í gang og á svona fimmtu mínútu er hreinlega allt að frétta. Bassalínan úr Heavenly dettur inn. Ég var nýbúinn að smíða Þrumujálk og allt var stillt í botn. Það var rómantískt techno augnablik. E Dancer er eitt af listamannsnöfnum Kevin Saunderson. Þau lóð sem hann hefur lagt á vogarskálar techno’sins verða seint öll upptalin.

Kevin fær hér töframannin Juan Atkins til að endurhljóðblanda, og úr verður föstudagsflagarinn 19. mars 2010. Slíkir eru töfrarnir.

Jón Frímannsson

5 athugasemdir við “Föstudagsflagari

  1. ánægður með mjög svo verðskuldað comeback Föstudagsflagarans!

  2. ég er líka ánaegdur med thessa endurkomu og fallegt ordalag lika hja ther nonni.

  3. Ég er að meta Þrumujálkinn og lagið!

  4. gott lag.

    en hvað er inni í þrumujálknum ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s