Umboðsmaður plötusnúða

Ég legg til að Plötusnúðafélag Íslands biðli til Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, 10. þingmanns Reykjavík-Suður og Forseta Alþingis, um að gerast verndari félagsins og sérstakur umboðsmaður plötusnúða. Þessa tillögu legg ég fram í ljósi ferils Ástu en í ferilskrá hennar á www.althingi.is segir m.a.

Plötusnúður í Glaumbæ 1969-1971, auk þess í Tónabæ og Klúbbnum

Margir þingmenn vinna að hagsmunum ólíkra starfstétta og hafa fyrrum stéttarsystur og bræður sína í huga við störf sín á Alþingi. Ásta ætti að vera öflugur málsvari plötusnúða á Alþingi. Ég vil til að mynda sjá frumvarp sem bindur í lög rétt plötusnúða til almennilegs tækjakostar, monitoraðstöðu, fasts sætafjölda á gestalista og lágmarkslaun, þá ætti að skrá í lög skattaafslátt af headphonum og plötuspilurum og niðurgreiða vínylplötur sem atvinnutæki (annað eins hefur nú verið gert fyrir aðrar stéttir).

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður og fyrrum plötusnúður

Ég hugsa að ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að ógreiddar og útistandandi skuldir plötusnúða hjá núverandi og fyrrverandi skemmtistaðaeigendum og prómóterum nemi milljónum, þessar upphæðir hafa svo sannarlega áhrif á þjóðarbúið. Ríkið ætti að gangast í ábyrgð fyrir slíkum skuldum og almennt að styðja betur við bakið á plötusnúðastéttinni.

Hlutverk plötusnúða sem eins konar öryggisventill kapítalísks þjóðfélags er óumdeilt, hver veit hvar samfélagið endaði ef ekki væri fyrir skemmtanalífs soundtrackið sem plötusnúðar bjóða upp á. Við þá tóna fær ölvaður almenningur dans-útrás fyrir fústrasjónir daglegs lífs á hrunskerinu. Líkt og glímukappar í hringleikahúsum Rómar hið forna eru plötusnúðar samtímanum mikilvægir og koma jafnvægi á ringulreiðina. Því er ekki nema sanngjarnt að þeir eigi sérstakan fulltrúa hjá löggjafavaldinu.

Að lokum legg ég til að fræknir rekstraraðilar skemmtistaða bóki Ástu Ragnheiði til þess að spila hjá sér, væri skemmtilegt að sjá hvaða skífur hún leggur á fón og hvernig hún gæti náð upp stemningunni á dansgólfum landsins. Að snúa skífum er eins og að hjóla, list sem gleymist seint ef hún einu sinni er lærð.

Ég hef sent Ástu Ragnheiði tölvupóst með hlekk á þessa færslu og áskorun um að láta til sín taka í þessum málum. Áhugasamir lesendur geta fylgst með framvindu mála hér á DansiDans.

-Karl Tryggvason

viðbót 20.04.2010 – texti úr tölvupósti til Ástu R.

Sæl Ásta

Karl Tryggvason heiti ég, er plötusnúður og áhugamaður um tónlist ýmis konar. Á vafstri um veraldarvefinn varð fyrir vegi mínum ferilskrá þín á www.althingi.is og þótti mér forvitnilegt að sjá þar að þú starfaðir sem plötusnúður á árum áður.

Í ljósi þessara upplýsinga setti ég fram áskorun á vefsíðunni DansiDans.com (ég er einn umsjónarmanna síðunnar), þar sem ég legg til að þú talir máli plötusnúða á okkar háa Alþingi, auk annarra tillagna þessu máli tengdu. Vil ég gjarnan heyra hvað þér finnst um þessa hugmynd og hvort þér þyki ekki rétt að kjörnir fulltrúar landsins styðji við bakið á plötusnúðum líkt og öðrum starfstéttum? Hlekkur á þess áskorun: https://dansidans.com/2010/04/20/umbodsmadur-plotusnuda/

bestu þakkir og kærar kveðjur
-Kalli

10 athugasemdir við “Umboðsmaður plötusnúða

  1. Ég ætla að senda henni áskorun um að dusta rykið af spilurunum!

  2. Flott framtak hjá þér Kalli. Ég stið þig heilshugar í málinu. Það er kominn tími til að eitthvað sé gert í þessum málum og held ég að flestir innan þessarar stéttar séu sammála!

  3. lögbann við óskalögum í náinni framtíð?

  4. æðisleg færsla, og útistandani skuldir nema a.m.k. tugmilljónum.

  5. mjög sniðugt, áfram þú kalli

  6. Styð þetta fulls hugar, bíð spenntur eftir svari !

  7. frábær grein og vel skrifað!
    merkilegt framtak og gaman að sjá hvort að ásta svarar bréfinu!

  8. Finnst að það ætti að setja lögbann á allar beiðnir sem koma fyrir á lista plötusnúðafélags íslands. Svo ætti að setja hámarksvinnutíma 3 klst. og lögbinda að maður fái baknudd eftir gigg.

  9. Skemmtilegt… og alveg viss um að hún gæti einnig kreist úr okkur alls konar upplýsingar til að betrum bæta starfsaðstöður okkar, lágmarkslaun, skattmann og hvernig má betrumbæta opnunar, vín og skemmtistaðaleyfa.
    Tveir þumlungar upp.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s