Jútjúb Miksteip #10 Klassix

Eins og ég hef áður minnst á hafði All-Time-Top-40 listi Party Zone árið 2003 mikil áhrif á mig þegar ég var að byrja að hafa áhuga á danstónlist. Ég mæli með því að fólk skoði þennan lista vel því af honum er hægt að læra ýmislegt um sögu danstónlistar og heyra alveg æðisleg lög. Þetta mixteip inniheldur 5 vel valin lög af listanum.


1.Crystal Waters – Gypsy woman(Mercury)
Þessi banger  virkar enn á dansgólfinu í dag þótt það séu liðin tæp 20 ár frá því að hann kom út. Orgelið mega flott og alltaf jafn gaman þegar kickið kemur og svo þegar hún byrjar að syngja „la da de, la de da“. Því miður á ég bara eitthvað gelt remix af laginu á vínyl sem er ekki alveg jafn gott. Lagið komst í 21. sæti á PZ all time listanum.


2.K Scope – Planet K(Tribal)
Eðal deep house hér a ferð. Seiðandi panflautur yfir synthalínu sem virðist aldrei ætla enda. Eric Kupper sem er maðurinn bakvið K Scope er enn að og gerði meðal annars þetta lag sem er alveg skuggalega líkt Mandarin girl meða Booka Shade.


3.Mood II Swing- All night long(Groove on)
Uppáhalds lagið mitt með house hetjunum í Mood II Swing. Temmilega væminn vokall en samt eitthvað svo fínn.


4.Layo & Bushwacka – Love story(XL recordings)
Þetta lag er talsvert yngra en hin, var topplagið árið 2002. Síðan þá hefur það verið remixað ótal sinnum. Ég held að frægasta remix útgafan af þessu lagi sé mashupið „Final Story“ þar sem vokalnum úr Finally með Kings of Tomorrow er splæst saman við lagið. Hvað heyrist ykkur gaurinn vera að segja í breakdowinu? Ég held að hann sé að segja „all he was trying was to get the love he was buying“.


5.Gus Gus – Purple(4AD)
Elska þessa bassalínu og þetta rosaleag dramantíska breakdown. Í það eina skipti sem ég hef séð Gus Gus spila þá spiluðu þeir það ekki. Hafið þið séð þetta live?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s