Dansidans Hlaðvarp#11 – Árni Vector

DansiDans Hlaðvarp#11 – Árni Vector

Árni Valur eða bara Árni Vector hefur um árabil fengist við techno tónlist í ýmsum myndum. Hann hefur samið og gefið út tónlist undir nöfnum á borð við Vector og Den Hard Nusher og spilað á flestum klúbbakvöldum og skemmtistöðum sem að tekur að nefna.

Árni Vector setti saman 11. hlutann í hlaðvarpi DansiDans, tæp klukkustund af techno tónlist í sinni fínustu mynd, njótið vel.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Flest lögin eru frá því tímabili sem að ég var að byrja dja og stíllinn á því svipaður (mid-late 90´s)… að undanskyldu Miss Kittin laginu sem að er þarna fyrir stelpurnar og Squarepusher sem að er óskalag fyrir vin minn sem var að trúlofa sig um daginn…

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?

Hef verið mest að spila á Weirdcore kvöldunum síðustu 2 árin fyrir utan svona einstaka kvöld af og til og er búinn svona hægt og sígandi að koma plötusafninu mínu á stafrænt form eftir að hafa skipt yfir í Serato fyrir rúmlega ári síðan….  stefni á að vera mun actívari á komandi misserum heldur en að ég hef verið síðustu ár þannig að um að gera að fylgjast með ..

3. Hvernig finnst þér “senan” á Íslandi?

Hún er frekar óstöðug en góð á köflum, koma sterkir tímar en svo inn á milli steindauðir… eigum mjög gott safn af færum plötusnúðum og tónlistarmönnum en það er leiðinlegt hvað það er erfitt að finna langtímaheimili fyrir góðan klúbb hér heima…

4. Hvað fílarðu?

Það er orðinn frekar breiður skali sem fer stækkandi með árunum, hef að vísu lengst af verið kenndur við techno í harðari og hraðari kantinum. En aðrar stefnur sem að ber kannski helst að nefna eru IDM, Ghettotech og svo hef ég alltaf verið veikur fyrir 80’s…

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?

Fyrir þá sem að vilja heyra meira þá er linkur inn á Mediafire hér.

Smá plögg svo í lokin .. hvet alla til að mæta á þessi kvöld

Extreme Chill

Weirdcore

lagalisti:
1. Gísli Rúnar sem sjónvarpsdúkkan Palli af plötunni Alger Sveppur – Í Draumalandi
2. Mike Dunn – Magic Feet (Edge Of Motion remix) (Djax-Up-Beats)
3. JB3 (Joey Beltram) – Believer (Novamute)
4. Pacou – Replicant 02 (Djax-Up-Beats)
5. Claude Young – Dark 1 (Djax-Up-Beats)
6. Woody Mcbride – Rattlesnake (Magnetic North)
7. Mike Dearborn – Birds On E (Djax-Up-Beats)
8. Planetary Assault Systems – In From The Night (Peacefrog Records)
9. Steve Stoll – Observer (Original Brooklyn Mix) (NovaMute)
10. Miss Kittin – Requiem for a Hit (Dance Factory )
11. System 7 – Alpha Wave (Plastikman acid house mix) (Butterfly Records)
12. Squarepusher – The Barn (303 Kebab Mix) (Warp)
13. Gísli Rúnar – Snúið Sveppnum við

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

One response to “Dansidans Hlaðvarp#11 – Árni Vector

  1. Hart f****** shit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s