Föstudagsflagari: Octave One – Blackwater

Föstudagsflagarinn að þessu sinni er frá árinu 2000. Tíu ára gömul „framtíðarklassík“ sem er ágætt orð en mér þykir það frekar hallærislegt að tala um klassík þegar lag er ekki eldra en þetta. Dramatísk byrjun, bongo trommur, grípandi og seyðandi söngur einkennir „Blackwater“ með Octave One. Lagið kom upprunalega út án söngs og strengja og sló í gegn á Winter Music Conference þetta sama ár. Fór það strax í spilun hjá fullt af súperstjörnuplötusnúðum á borð við Kenny Dope og Roger Sanchez og var að finna á óteljandi mixdiskum.

jútúb útgáfan sem ég læt hér flakka er ekki sú upprunalega heldur strengja/vokal útgáfan sem kom í kjölfarið vegna vinsældanna. Mér þykir hún einfaldega betri, þó báðar séu þær góðar.

Ef einhver hefur áhuga á að smella sér á eitt vínyl eintak fyrir aðeins 24.99€ getur viðkomandi kíkt hingað.

Ingvi Jónasson – Souldog

2 athugasemdir við “Föstudagsflagari: Octave One – Blackwater

  1. YE! Hafði einmitt haft þetta í huga fyrir flagara 🙂

  2. Kalli varstu ekki að kaupa þetta um daginn?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s