Föstudagsflagarinn: Papermusic – Issue one

Föstudagsflagarinn að þessu sinni er er rosaleg hús tólf tomma frá árinu 1995. Þessir tónar koma frá Manchester borg, frá frábærum snúðum og félögum, þeim Elliot Eastwick og Miles Holloway eða öllu heldur „Papermusic“, en þeir komu einmitt við á klakkanum nokkrum sinnum og spiluðu fyrir dansglaða Íslendinga seint á síðustu öld. Strákarnir stofnuðu útgáfufyrirtækið „Paper Recordings“ í kringum 1995 og var „Issue one“ eitt að fyrstu útgáfunum. Tólf tomman inniheldur hið frábæra lag „Downtime“ og alls ekki síðra lag „The Bridge“, en fyrir þá sem ekki muna er hið síðarnefnda lag að finna á íslenska mixdiskinum „Partyzone 96“.

Að mínu mati hljómar Downtime eins frábærlega í dag og þegar ég heyrði það í fyrsta skipti á safnplötunni Splinter. Þetta er algjör klassík.

Funky breikið (min 2:23) er svakalegt.

Ingvi Jónasson

4 athugasemdir við “Föstudagsflagarinn: Papermusic – Issue one

  1. Jón Frímannsson

    Big like!

  2. Þarf að fara að grafa þessa upp.

  3. The bridge er snilld, er ekki alveg jafn hrifinn af hinu. Takk Ingvi

  4. Það er hægt að splæsa á þetta hérna. Meira að segja vinyllinn til, frekar ódýrt.

    http://recordlabelservices.greedbag.com/buy/downtime-0/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s