Áhrifamestu listamenn og hljómsveitir danstónlistarinnar

BBC greinir frá niðurstöðum könnunar sem breska tónlistarhátíðin Global Gathering stóð fyrir um áhrifamestu böndin og/eða listamennina í danstónlistarsögunni. Gömlu brýnin í Prodigy tróna á toppnum en fast á hæla þeira komu Daft Punk,  Faithless,  New Order, Orbital og Kraftwerk. Carl Cox, Paul Oakenfold og Fatboy Slim voru einu sólólistamennirnir og plötusnúðarnir á listanum. 

Persónulega þykir mér þessi listi slá saman frægustu og farsælustu við áhrifamestu, Prodigy er kannski ein þekktasta danstónlistarsveitin og vissulega hafa þeir félagar haft mikil áhrif en t.d. toppa þeir í mínum bókum seint Kraftwerk hvað varðar áhrif. Sömuleiðis er skemmtilegt að skoða þennan lista í ljósi þess hversu áberandi bresk bönd eru (enda könnunin bresk), aukinnheldur er merkilegt hversu 90’s listinn er í raun og veru. En þetta vekur umræðu og athygli, er það vel.

-Karl Tryggvason

3 athugasemdir við “Áhrifamestu listamenn og hljómsveitir danstónlistarinnar

  1. „Voted most influential“

    Það væri gaman að sjá hverjir kusu og influential er skilgreint.

  2. Ég meina „hvernig“ influential er skilgreint.

  3. ég myndi hafa prodigy á lista yfir 10 most influential, en kannski ekki alveg á toppnum.

    hins vegar veit ég ekki hvað fatboy slim er að gera á þessum lista og af hverju fólk er að kjósa hann yfir höfuð. hvað þá daft punk, nema það væri verið að velja „top 10 best debut albums“ eða „best bands from france“.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s