Tónlistarbransinn hefur breyst talsvert á síðustu árum, sérstaklega hvernig fólk getur komið sér á framfæri. Í dag stendur fólki til boða fjöldinn allur af internet platformum, samfélagsvefjum og kynningarleiðum til að koma sjálfum sér á framfæri. Nú ætla ég ekki að fara að ræða um kosti og galla netvæðingarinnar almennt heldur aðallega velta fyrir mér tilteknu, skondnu hegðunarmynstri fólks á þessum nýju miðlum.
Ég hef verið virkur á Soundcloud í u.þ.b 2 ár og hægt og rólega hef ég fundið hóp af fólki sem mér þykir vera að gera spennandi og góða hluti tónlistarlega séð. Ég lendi í því öðru hverju að random lið byrjar að follow- a mig. Tónlistin þeirra er frábrugðinn minni eigin, það virðist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á því sem ég er að gera, hlustar ekki á neitt af tónlistinni minni, hefur ekki samband við mig með beinum hætti né sýnir prófíl mínum meiri athygli heldur en einföldum follow-músasmelli. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta lið er að follow-a mörg þúsund manns. Þessa viðleitni hef ég aldrei skilið. Hvað er markmiðið með svona löguðu? Að fá fólk til að svara í sömu mynt og öðlast þannig góðan hóp af aðdáendum sem hafa þó líklegast ekki mikinn áhuga á því sem þú ert að gera en fylgja þér eingöngu vegna samviskubits?
Soundcloud – Skemmtileg vefþjónusta en notendur hennar eru misjafnir
Ég hugsa að flestir SoundCloud notendur kannist við skilaboð með fyrirsögninni „X just sent a private track called Y to you and 99999 other people“. Hversu prívat eru slík skráarskipti í raun og veru? Á maður að vera uppi með sér af því að maður var hluti af þeim tugum þúsunda sem X tróð lagi sínu upp á óumbeðinn eða á maður bara að flokka þetta sem ruslpóst?
Það sem gerir þetta enn skrýtnara er svo að því frægari sem maður er því minna vill maður fylgja fólki. Flest allir á á Soundcloud sem eru með stóran aðdáenda hóp follow-a aðeins aðra fræga (frægur í þessu samhengi vísar þá til þess að vera með stóran hóp að fylgjenda). Þetta þykir mér fyndin pæling, ennþá fyndnari er hún þegar maður hefur hefur fylgst með þróun Soundcloud ferils viðkomandi. Þar sem þeir byrja á því fylgja eins mörgum og þeir geta, en fækka svo í þeim hópi er þeirra eigin fylgjendum fjölgar.
Þessi þróun er annars síður en svo bara bundinn við SoundCloud, aðrir tónlistatengdir vefir á borð við Bandcamp, Myspace og Mixcloud eru sama merki brenndir og svipaða sögu er að segja af síðum eins og Facebook og Twitter. Í mínum bókum stafar svona internet-hegðun af einhvers konar blöndu af sjálfhverfu, frægðarþrá og yfirborðskennd. Þegar á heildina litið held ég líka að það sé betra að nota þessar samskiptaleiðir, líkt og flestar önnur samskiptaform, meira í samræðuformi, af meiri einlægni og gagnkvæmum áhuga. Afhverju ekki að fylgjast almennilega með 100 manns sem þú hefur áhuga á, eiga í merkingabærum samskiptum við þá, fá gagnrýni og ábendingar og tónlist eða aðra menningu sem þú hefur áhuga á í stað þess að spamma 1000 manns sem finnst þú frekar óþolandi?
Þetta tel ég vera einn stærsta gallann við DIY-internet hugmyndina, það leiðir til þess að þeir sem eru óforskammaðir ná lengra en þeir ættu að ná. Allavega ná þeir óskammfeilnu fleiri eyrum og skapa meiri pirring heldur en þeir sem eyða tíma sínum frekar í tónsmíðar eða aðra skapandi vinnu, í það minnsta fyrst um sinn. Þegar til lengri tíma er litið held ég að það sé öfugt samband milli þessu hversu miklum tíma þú eyðir á internetinu og hversu marga vini eða fylgjendur þú átt og svo þess hversu góða tónlist þú ert að gera.
góð grein og mikilvægt umhugsunarefni, var einmitt að lesa efni þessu tengt á vissan hátt: http://www.musicthinktank.com/blog/please-buy-my-record-the-futility-of-flogging-music.html
skemmtileg lesning og pælingar sem ég hef velt ansi oft fyrir mér.
„sIi just uploaded a new public track called SLi – 8 Bit Night, check it out!
Listen to SLi – 8 Bit Night
You’re currently not following sIi……..“
þetta er ég oft að fá sent í póst via soundcloud.
og þá er viðkomandi ekki einu sinni „fylgjandi mér“ á soundcloud.
Þetta lið er óþolandi.
Ég held að þegar ég villist á myspace síðuna mína startist svona 3 trúðatekknólög á autoplay!
Magnað, því spilarinn minn er ekki einusinni með autoplay.
ég er eiginlega hættur að nota myspace út af þessu – þar dettur maður inn í sundlaugarpartý með fullt af trance gaurum, „nr. 1 Belgium electro house artistum“ og rnb grúbbum frá USA sem eru að spamma mann til dauða.
Annað æðislegt sem ég gleymi að minnast á er fólk sem skrifar um sjálfan sig í þriðju persónu og fer að skilgreina sig geðveikt sem plötusnúð og listamann. Ef einhver annar skrifar svona um mann er gott að vitna í hvar hann skrifaði það, annars er það frekar silly.
Það fyrsta sem ég geri þegar ég fæ mail frá soundcloud um að einhver hafi share-að lagi til mín og sé að það er sent til 300+ er að mute-a viðkomandi, byrjaði á því um leið og þessi „mute“ option kom og núna er ég nánast alveg laus við þetta spam.
@ Magnús, „fólk sem skrifar um sjálfan sig í þriðju persónu og fer að skilgreina sig geðveikt sem plötusnúð og listamann“
Hmm, já, það er alveg satt ..mér finnst svosem ekkert að því þegar fólk getur skilgreint sig, persónulega hef ég það ekki í mér, en ég fattaði aldrei að láta undir „words by Kiat“, ætli ég breyti því ekki þegar ég kem fyrst þetta er svona lummó. 🙂
@ Bjarni : Já mute takkinn er góður, auðvitað er ekkert að að geta skilgreint sig, en þegar skilgreiningin er að maður sé einstakur og bjargvættur danstónlistar eins og hún virðist vera hjá ótrulega mörgum(Sjá RA dj pages) þá er það bara kjánalegt.
halelúja!
Skemmtileg grein Maggi,hef velt mörgu af þessu fyrir mér áður !
Ja það er margt þarna sem að fer gríðarlega i taugarnar á mér,
endless message i inboxið fra Ungverskum Psy -trans producerum sem að erum að segja mer að þeir séu svo hrifnir af “ my awsome songs“ !!!
Ákvað bara að-prófa Mixcloud !
Það er ekki alsæmt
Góður pistill Maggi. Ég fór einmitt í kjölfarið að skoða þá sem ég ´followa´ á Soundcloud, tók þá eftir að einn artistinn var að followa einn en með ríflega 700 manna að followa sig. Sendi honum smá línu:
I´ve just discovered your music which I think is great and have just started following up on your progress.
As I´ve noticed that you´re only following one artist, which I have a hard time believing, I´ve decided to stop following you.
Take care.
………………………………………….
Ég bíð svo frekar forvitinn eftir viðbrögðum frá þessum aðila.