Undir Jökli – Ný Íslensk Raftónlistarhátið

Næstu helgi fer fram raftónlistarhátið á vegum Extreme Chill á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hátíðin ber nafnið Extreme Chill Festival Undir Jökli, þar koma fram 18 tónlistarmenn og spila bræðing af raf, dub og reggea tónlist. Af tónlistarmönnum sem þar stíga á stokk má nefna Stereo Hypnosis, Legend, Biogen, Futurgrapher, Frank Murder, Ruxpin, Xerxes frá Noregi og Moonlight Sonata frá Frakklandi.

Forsala á armböndum er í 12 Tónum og Smekkleysu Plötubúð. Armbandið kostar aðeins 2500 kr og er um að gera að tryggja sér armband sem allra fyrst. Einnig verður hægt að kaupa armbönd á félagsheimilinu Röst á Hellissandi.

Tjaldsvæði er á staðnum og er frítt fyrir þá sem að bera armbönd og verða ýmsar uppákomur á tjaldsvæðinu þar á meðal live uppákoma fra Captain Fufanu og dj sett fra Karius og Baktus o.fl. Einnig er hótel sem að hægt er að gista á fyrir þá sem að ekki eiga tjald.

3 athugasemdir við “Undir Jökli – Ný Íslensk Raftónlistarhátið

  1. Vill þakka öllum sem að mættu á hátíðinna
    þetta var einkar vel heppnuð og skemmtileg helgi í alla staði.

    Þetta mun verða árlegt hjá okkur og mun hátíðin fara framm á öðrum fallegum stað úti á landi á næsta ári með enn stærri erlendum nöfnum sem og rjómanum af íslensku listamönnunum.

    Stay Tuned…..

  2. Einhverjir sem fóru ? Ef svo, hvernig var ?

  3. ég fór, þetta var fínasta helgi og mjög skemmtilegt. Hátíðin var vel úr hendi leyst og gaman að upplifa svona tóna í fallegu umhverfi Snæfellsjökuls. Venueið var flott og visjúalarnir spæsuðu það upp.

    Flestir listamannana voru skemmtilegir þótt þeir hafi höfðað misvel til mín. Fannst þetta full idm’að fyrir svona langan tíma, örlítið meiri straight upp klúbbamúsík hefði glatt mig en það er nottla bara ég og svo sem ekki þær forsendur sem Extreme Chill eru að vinna á. Þeir piltar eiga hrós skilið fyrir þetta.

    Svo er líka alltaf gaman að fara í útilegu með góðu fólki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s