Það var undir lok ársins 2009 sem ég heyrði fyrst um juke eða footwork tónlistarstefnuna. Þessi stefna er sprottin upp í Chicagoborg og er skilgetið afkvæmi ghetto house, ghettotech og house tónlistarinnar. Smám saman hefur hún þó vikið út fyrir hreinan og beinan 4/4 ramma forvera sinna og orðið ryþmískt séð spennandi og lifandi. Þá er minna um rap og vókala en í stað þess er vókal sömplum snúið fram og aftur með þar tilgerðum tækjum og tólum. Juke/Footwork tónlistin hefur þróast í tvíhliðasambandi við samnefndan dansstíl, þar sem ungmenni úr borg vindanna takast á í dansböttlum sem ganga út á hraðar en nákvæmar fótahreyfingar.
EB & Keese VS AG & Litebulb
Tónlistin sjálf er hröð, 150+ bpm, og einkennist af mikilli trommuheilanotkun. 808 og 909 toms, snerlar og kúabjöllur hringsnúast umhverfis sömpl úr þekktum rnb og popplögum eða annari dægurmúsík eða takast á við einfaldar bleepy techno skotnar syntha línur. Oftar en ekki er tónlistin frekar hrá, lo-fi próduktion value og ekki reynt að fela einföld trick eins og pitchbreytingar.
DJ Rashad – Itz not Rite
Tónlistin hefur oftast fallið í grýttann jarðveg þegar ég hef sett þetta á fón fyrir íslensk dansgólf. Einstaka „head“ sem kinkar kolli og brosir en hinn almenni borgari bíður eftir að maður svissi aftur í dubstep eða drum & bass tóna enda hljómar footwork framandi, svona fyrst að minnsta kosti.
Þessi sena hefur þó þegar haft áhrif um víðan völl, eins og má heyra í nýlegum tónum Addison Groove, Ramadanman og Girl Unit. Á tónlistarnördaborðinu Dissensus hefur tónlistin verið krufinn í þaular. Þá hefur Íslandsvinurinn Mike Paradinas tekið tónlistina upp á sína arma, framundan á útgáfu hans Planet Mu eru skífur frá mönnum á borð við DJ Rashad, DJ Nate og DJ Roc. Þá er rétt að minnast á grein og syrpu sem Paradinas setti saman sem voru í raun kveikjan að færslu þessari, góð lesning enda Paradinas betur að sér en undirritaður.
DJ Nate – Hatas our motivation
Maður vonar að þessi sena fái að dafna í friði, verði ekki útþynnt og eyðilögð með of mikilli athygli og óvirðingu eins og aðrar staðbundnar míkrósenur fyrri ára. Baile Funk, Kuduro, Kwaito og Baltimore Club hafa allar verið illa leiknar af menningarlegum hrægömmum, maður verður að fara vel með tónlistina og sýna henni virðingu. Nýjir straumar og áhrifavaldar eru óumflýjanlegir en það er mikilvægt að setja sitt eigið twist á hlutina og koma með eitthvað nýtt sjálfur. Ekki hef ég nú mikla trú á að hér spretti upp mikil og heildstæð juke sena en tónlistin er fersk og framandi, stútfull af hugmyndum og skemmtilegt að lauma henni inn á meðal annara viðteknari tóna.
Fyrir þá sem vilja tjekka á juke/footwork er rétt að benda á Juke Tracks Online og Dance Mania útgáfurnar en sú síðarnefnda ætti að vera house unnendum kunn frá fyrri tíð. Einnig hafa þeir pródúserar sem ég hef sett mig í samband við verið hressir og jafnvel til í að selja mp3 fæla eða hooka upp mixum, ákveðinn menningarmunur gerir slík samskipti einnig að skondinni upplifun að öllu leyti.
Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com
viðbót 13.08.2010
Bleep hefur sett saman í juke umfjöllun, greinar, listar og juke mp3 pakkar á spotprís, tjekk it!
Það sem gerir það kannski helst erfiðast að komast inn í þessa tónlistarstefnu eru „triplet“ hi-hattarnir eða tom trommur sem að gera grúvið frekar torskilið. Hugsa að þetta breytist aldrei í heilstæða stefnu en er mjög spenntur fyrir því hvað muni gerast í framhaldinu af því að tónlistargúrúar byrja að taka eftir þessari stefnu og fara að byrja að gera tónlist á 150-160 bpm bilinu.
já 150-160 er tempó sem hefur ekki verið flexað nóg undanfarinn ár (amk af tónlist sem mér finnst spennandi, gabber/schranz dót er þar undanskilið). Það tempó myndar líka skemmtilega brú á milli dnb/jungle og svo dubstep / techno / funky house tóna.
Eru þetta bara basic triplet dót sem þeir eru að gera (heitir held ég tríóla eða þrennd á íslensku), hvað varðar taktaleikfimina? Held líka að þessi hráa sampl meðferð fari illa í suma, fólk orðið vanara þéttpússuðum og compressuðum tónum.
First off, góð grein Kalli!
En það sem stökk upp í hugann hjá mér fyrst þegar ég hlustaði á µ-zig mixið var immitt B-More Club, þar þekkjast einnig þessir dansbattles ef ég man rétt, og einnig hrá sömpl líkt og hér. Þeir hins vegar þjást af gríðarmikilli ofnotkun á Think breikinu, eins gott og það nú er.
Ég held að þetta verði nú bara áfram quaint subculture, þetta hefur ekki þessa menningartilvísun sem er í t.d. Baile Funk, þar sem allir eru með í dansinum, auk þess að hafa ekki Diplo, og þó Planet Mu komi með eitt comp. En að sjálfsögðu skyldi fara varlega, passa bara að vera ekki að gefa of mikið út sem gæti farið rúntinn á mp3 bloggana og endað svo á Hypemachine 🙂
Ég er allavega kominn með nýtt sánd til að smakka á þegar ég er ekki að hlusta á yardcore/breakcore/d’nb/breaks/dubstep/house/tech .
Takk fyrir það Ægir.
Straight up juke er kannski ekki líklegt til mainstream árangurs. En það er einmitt þar sem hættan liggur, þ.e. að Diplóar þessa heims þynni þetta út, geri leiðinleg mashup og smelli accapellum ofan á. En við sjáum hvað setur.
Hver veit – kannski droppar Snoop einhverju juke-izzle á næstu plötu/single. 😀 Hann er þekktur fyrir að elta sound-ju-jour.