Snerti Setupið hans Gergwerks

Mikil þroun hefur verið á snertiskjám síðastliðinn misseri og undanfarið hafa ýmsir byrjað að nota þessa tækni til búa til og spila tónlist. Það virðist vera til endalaust af iPhone og iPad forrit sem bjóða upp á þennan möguleika, og svo virðast öll blog og tímarit eins of Future music hafa rosa gaman af því að skrifa um þessi apps. Svo er Richie Hawtin auðvitað búinn að troða svona átta iPad-um í setupið sitt.

Af einhverjum ástæðum á ég mjög erfitt með að trúa því að þessi forrit séu notuð af einhverri alvöru. Mér finnst það mun bjánalegra að að vera glápa á símann sinn,þegar maður er að spila live, heldur en það er grúfa bakvið fartölvuna sína.

Bandaríkjarmaðurinn Gregory Kaufman sem er einnig þekktur sem Gergwerk birti nú á dögunum myndband á síðunni Vimeo þar sem hann sýnir eins kona snertiskjás dj setup sem hann er að vinna í. Hönnunin þykir mér skemmtileg þó ég telji ólíklegt að myndi vilja nota þetta. Þetta er þó aðeins notendaviðmót sem hann er búinn að hanna og græjan er talsvert frá því að vera tilbúin. Skemmtilegt video engu að síður

3 athugasemdir við “Snerti Setupið hans Gergwerks

  1. Mér kæmi það nú ekki á óvart þó þessi tækni gefi vínilinum léttan löðrung, ekki síst ef snertiskjárinn er hæfilega stór.

  2. Takk fyrir að benda á þetta. Gott stöff.

  3. Bakvísun: Vikan á netinu – Arnþór Snær

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s