Justin Bieber brosir hægt og rólega

Þessi endurhljóðblöndun listamannsins Shamantis (e.þ.s. Nick Pittsinger) á Justin Bieber hefur gengið eins og eldur um sinu á veraldarvefnum undanfarna daga. Verk Pittsinger er ekki flókið, hann tekur sykursæta tóna Bieber og spilar þá átta sinnum hægar en upphaflega, útkoman er hins vegar þrælskemmtileg.

Ég rak augun nokkrum sinnum í þetta sjálfur, en fannst þetta bara hljóma eins og lélegt gimmick grín. Þegar mikils mætir menn héldu áfram að spjalla, twitta og blogga þetta remix ákvað ég að berja herlegheitin eyrum. Viti menn, þetta er bara soldið flott, hljómar eins og epískt Sigur Rósar lag eða nýtt Vangelis stöff.

Techno-penninn Philip Sherburne setur þetta í skemmtilegt samhengi og tengir þetta við aðra hæga og rólega tóna. Góð lesning, jafnvel að renna yfir það með Bieberinn á -800% í eyrunum.

6 athugasemdir við “Justin Bieber brosir hægt og rólega

 1. Bjánalegt hype og þessi gæji virðist vera bjánalegur

 2. Málefnaleg athugasemd, hvaða máli skiptir hvernig gæjinn [sic] virðist vera. Hlustaðirðu á þetta Magnús?

  ps. http://lesbianswholooklikejustinbieber.tumblr.com/

 3. Ég var í alveg sömu sporum og þú Kalli, sá fólk vera að pósta þessu
  útum allt og þegar að ég sá menn eins og Yagya og Ruxpin pósta þessu þá lét ég undann og skoðaði þetta,
  og fannst útkoman mun flottara en ég bjóst við,en ég var samt sem áður búinn að gleyma þessu 4 min eftir að ég hlustaði á þetta.

  Æti þetta sé ekki byrjuni á einhverju nýju svona gimmikki þar sem að við eigum eftir að sjá hræðilega lélega Mtv tónlistarmenn í einhvernskonar „remix“ búningum ! hmmmmmm…..

 4. Rólegur, Magnús.

  En þetta er mjög áhugavert.
  Gaman að hlusta á þetta og sjá að á bak við skít getur leynst gull.
  … eða þú veist.

 5. Frekar gott comment á twitter:

  Actually, I’d rather someone speed up crappy ambient music and make it sound like Justin Bieber.

 6. @Kalli hahahahahah, ég hlustaði á þetta ekki alveg minn bolli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s