Jútjúb Miksteip #11 Iceland Airwaves 2010

Það styttist í Iceland Airwaves hátíð ársins 2010, rétt rúmur mánuður þegar þetta er ritað og undirritaður er bara orðinn nokkuð spenntur. Line uppið er það besta í langan tíma, að fyrri hátíðum ólöstuðum, mikið af spennandi elektrónísku dóti sem spannar vítt svið þótt indie og önnur rokk músík eigi líka sinn fasta sess á hátíðinni.

Að tónlistinni undanskilinn er líka oftast frekar góð stemning í bænum, fólk hvaðan af úr heiminum komið hingað til þess að skemmta sér og fara á tónleika og fyrir Íslendinga er hátíðin ákveðin sólargeisli í haustmyrkrið sem tekur annars á móti okkur þessa dagana. Hér að neðan er jútjúb mixteip með nokkrum af þeim nöfnum sem ég er hvað spenntastur fyrir í ár.


Ramadanman – Work Them
Juke skotið lag frá Ramadanman sem er fjölbreyttur og flottur pródúsent, hefur samið og gefið út house og drum & bass músík en er kannski þekktastur fyrir dubsteppið sitt. Spilar á Breakbeat.is kvöldi Iceland Airwaves fimmtudaginn 14. október.

.


Mount Kimbie – Would Know
Breskt tvíeyki sem er undir miklum áhrifum frá dubstep heiminum en þó er ekki beint hægt að kalla tónlistina þeirra dubstep, það er flakkað á milli bpm sviða og hljóðheima en yfirleitt takast elektrónískir taktar á við bjartar og fallegar melódíur.

.


James Blake
James Blake finnst mér soldið vera eins og Mount Kimbie með meiri húmor, glaðværari laglínur og rnb sömpl snúast í kringum dubstep skotna taktana.

.


Hercules & Love Affair – You Belong
Hercules & Love Affair er project Andrew Butlers, retróleg 80s house og diskó tónlist sem nær hljóm og fíling fæðingaráratugs housetónlistarinnar mjög vel. Anthony úr Anthony & The Johnssons kemur mikið við sögu á plötu þeirra frá 2008 og sérstæð rödd hans hentar danstónlist vel. Er hann sjaldnast með þeim á tónleikum skilst mér, því miður.

.


Moderat – Rusty Nails
Apparat og Modeselektor  vinna saman undir Moderat nafninu og gáfu út samnefnda plötu í fyrra. Techno-breakbeat-glitchy-idm dót, skemmtilega epískt oft og eru þeir víst með flotta visjúala læf, spennandi.

.


Toro y Moi – Talamak
Toro Y Moi er eins manns band Chaz Bundicks, en þegar hann spilar á tónleikum eru víst hljóðfæraleikarar með í för. Tónlistin er lo-fi popp, rafrænt og lífrænt í bland oft kaffært í reverbi, delayi, distortioni og öðrum effectum, geiri sem fólk hefur í mismikilli alvöru verið kallað chillwave. Að öllum flokkunum slepptum þá er músikin oft hin ágætasta og ég hef gaman af Toro Y Moi.

.


Neon Indian – Deadbeat Summer
Neon Indian er á svipuðum slóðum og Toro Y Moi, rólegt rafskotið popp, fuzz og detjúnaðar falsettur. Rosalega hipsterlegt en ágætt engu að síður.

Annars væri ég svo til í að sjá alla hér að ofan dj’a, vona að einhver þeirra verði plataður í slíkt á KB, Bakkus eða eitthvað álíka, að tónleikum loknum.

Ég smellti annars í Youtube playlista með erlendum listamönnum og böndum sem verða á Airwaves til þess að kynnast aðeins þessari músík (íslensku öktin þekkja allir og hafa séð milljón sinnum á tónleikum).

Að lokum er rétt, í nafni gagnsæis, að taka fram að ég er einn umsjónarmanna Breakbeat.is og stend að kvöldinu með Ramadanman, einnig hef ég unnið aðeins fyrir Airwaves hátíðina á árum áður.

-Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com


3 athugasemdir við “Jútjúb Miksteip #11 Iceland Airwaves 2010

  1. Já það er komin ansi mikil tilhlökkun í mann, samt ekki svo þar sem maður er á leiðinni til útlanda á morgun. Ég er kanski algjör sucker en mig langar að sjá robyn líka, það er eitthvað við hana.

  2. Já spennandi line up. Verður gaman að sjá hvernig mætingin á þessi kvöld verða.
    Ég persónulega skil ekki þetta Robyn hype , það virðast allir vera að missa sig yfir henni.

  3. Fullt af töff tónlist. Þetta Moderat video er rosa flott líka. Ég er búinn að sjá Robyn, kannski var Magnús Felix við hliðinna á mér þá. Mér fannst hún vera fín söngkona og fínt popp dæmi í gangi en ég er ekkert fyrir það svo sem. En er eitthvað rosa Robyn hype í gangi? á Íslandi þá eða í danstónlistarheiminum.

    Annars mæli ég með „Moses Hightower“ af íslenska dæminu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s