Föstudagsflagarinn: Dave Clarke – Red One

Um daginn heyrði ég mann mixa The Bells með Jeff Mills saman við Left Leg out með DMZ. Það þótti mér skrítin en skemmtileg pæling og hef síðan verið mjög hrifinn af mixum sem innihalda bæði dubstep og hratt techno. Ef fólk hefur áhuga á slíku mæli ég með mixum frá Shed og 2562

Í framhalda í þessum áhuga mínum hef ég sjálfur verið að spá í gömlum techno classic-erum sem hægt væri að nota og varð þá hugsað til Red One með Dave Clarke. Lagið kom út á Bush árið 1994 og hefur verið spilað mjög mikið síðan þá. Lagið er ekki flókið en það skilar sínu, grjótharða laglínan, sem virðist einhvern vera aftur á bak, er spiluð í gegnum mismunandi mikið af filter, reverb og delay. Klikkað!

4 athugasemdir við “Föstudagsflagarinn: Dave Clarke – Red One

  1. þú gleymdir að minnast á guðdómlega RA mixið hans Surgeon

  2. Það er rétt

  3. Þetta lag er alveg svakalegt. Ég fílaði líka alltaf b-hliðina á Red 3 sem var breakbeat stöff. Virkaði alveg afskaplega töff inní 4/4 house sett.

  4. Surgeon mixið er frábært. Hef mjög gaman af svona pælingum. Gaman hvernig dubstep bindur tónlistarsenur saman.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s