Mixmag velur besta plötusnúð allra tíma

Tímaritið Dj Mag hefur í langan tíma staðið fyrir kosningum á hundrað bestu plötusnúðum ársins. Á hverju ári rignir yfir mann myspace skilaboðum frá plötusnúðum sem langar komast á listann og þykir mikilvægara að maður kjósir þá heldur en að maður fíli þá.

Dj Mag listinn þykir mér yfirleitt fyrirsjáanlegur og leiðinlegur. Efstu sætinn eru yfirleitt þétt setinn af trans og prog plötusnúðum og lítið pláss virðist vera fyrir plötusnúða sem spila aðrar stefnur á listanum.

Nú hefur tímaritið Mixmag heldur betur tekið sig til og beðið fólk um að velja besta plötusnúð allra tíma. Í tilefni keppninar hefur Mixmag tekið viðtal við þekkta plötusnúða og tónlistarmenn og spurt þá um þeirra uppáhalds snúða.

Arthur Baker

Orde Meikle(annar helmingur Slam)

Craig Richards

Þessi viðtöl þykir mér skemmtileg þó svo að ég haldi verði svipaðar í  kosningum DjMag vonast ég að listinn verði fjölbreyttur og skemmtilegur. Ef marka má viðtölin gæti hann kannski orðið það. Hér er hægt að kjósa.

4 athugasemdir við “Mixmag velur besta plötusnúð allra tíma

  1. Kerri Chandler sá hann 2008, mega stuð.

  2. ég gæti ekki kosið besta dj allra tíma held ég, erfiðara en að velja plötur eða annað slíkt því plötusnúðar breytast og þróa stíl sinn og lagaval.

  3. Maður getur nú samt hugsað út í það þannig „með hvaða snúði eða hvaða setti maður hafði mest gaman af“ og metið það þannig, alveg óháð hvað maður er búinn að sjá marga snúða. Ég mundi ekki geta nefnt t.d. Larry Levan í þessu vali þó ég veit vel að hann var frábær snúður og skapaði ótrúlegt andrúmsloft, en samt óviðeigandi þegar maður var einfaldlega ekki til staðar. Myndi pottþétt kjósa hann ef að maður ætti að velja besta dj allra tíma sem maður sá aldrei:)

  4. Alix Alvarez og Franck Roger eru uppáhalds snúðarnir – Allavegina síðast liðin 3 ár – Annars er Larry Heard aðal kallinn, en hef séð hann 2svar live og hann er ekki alveg sá besti live.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s