Dansidans óskar unnendum danstónlistar gleðilegra jóla. Það er langt síðan síðasti flagari birtist hér á síðunni en nokkur af mínum uppáhalds lögum ætla ég hér að deila með ykkur í dag. Fyrst ber að nefna lag eftir eftir finnan Jori Hulkkonen. Lagið heitir Let me luv u og kom út á ágætu útgáfufyrirtæki Laurent Garnier „F Communication“.
Mjúk húsbomba hér á ferð eins og næsta lag með „EastWest Connection“. Árið 1997 tóku þeir sig til og endurgerðu hið frábæra More I get, more I want með Teddy Pendergrass. Hér hjómar það í hreint út sagt frábæru hús mixi. Algjör Klassík.
Frábær söngur og draumkennt syntaflæði. Eins gott og það gerist verð ég að segja. Ótrúlegt finnst mér hversu vel heppnað þetta mix er rétt eins og upprunalega útgáfan, þó lögin ekki svo lík séu. Þess vegna verður upprunalega útgáfan að fylgja með. Því miður er aðeins hægt að horfa á hana á youtube síðunni. Teddy er rosalega flottur á sviðinu.
Gleðilegt dansár og sjáumst á næsta ári.
Ingvi Jónasson
Ahhhh „More i get more i want“ remixið minnir svo á
Groovebox kvöldinn góðu ,svo gott lag.
Verst bara hvað Youtube nánast myrðir þetta lag með lélegum gæðum.
Gleðileg Jól kæru Dansi Dans vinir.
Já frábært lag Andri. Af hverju varstu að láta þig vanta á Groovebox kvöldið núna rétt fyrir jólin það var svo gaman og hefði verið enn skemmtilegra að sjá þig þar er ég spilaði þetta lag:)
Epic móment þegar þú tókst’etta!