Árslisti 2010 – Karl Tryggvason

Það er árslistatíð.  Hægt að tjekka á listum frá Resident Advisor, Fact og Boomkat og rifja upp það helsta á árinu sem senn er að líða. Íslenskir miðlar og þættir taka svo eflaust á sömu efnum í janúar. Hér að neðan eru þau lög og breiðskífur sem mér fannst bera af á árinu, áskil mér rétt til þess að breyta og bæta ef maður er að gleyma einhverju rosalegu.

Lög:
1. Addison Groove – Footcrab (Swamp 81)
Það ferskasta, nýjasta og skemmtilegasta sem maður heyrði á árinu. Headhunter skeytti saman dubstep og juke hugmyndum í þessu smitandi lagi sem að gerði allt vitlaust á dansgólfum um víða veröld. Killer lag.

2. Ramadanman – Work Them (Swamp 81)
Ramadanman átti mjög gott ár, sendi frá sér einstakt og gott stuff undir Ramadanman og Pearson Sound nöfnunum og gerði góða hluti í plötusnúðasettum. „Work Them“ er eitt af mörgum rosalegum lögum frá kauða.

3. Deadboy – If U Want (Numbers)
Ákveðin nostalgía í þessu old skool housaða lagi frá Deadboy, glettilega vel gert.

4. DJ Rashad – Itz Not Rite (Planet Mu)
Árið 2010 var árið sem juke tónlistin rataði út fyrir Chicago borg og Rashad er einn sá besti í þeim geira.

5. James Blake – Limit to your Love (Atlas)
James Blake lét til sín kveða á árinu, „Limit to your Love“ er cover lag sem tekur upprunalegu útgáfunni fram að öllu leyti. Blake er líklegur til verulegra vinsælda á árinu 2011.

6. Girl Unit – IRL (Night Slugs)
Night Slugs áttu rosalegt ár og störtuðu útgáfu sinni með prýði. Girl Unit kom þar mikið við sögum með killer tónsmíðum, house, grime/dubstep og rnb/hip hop bræðingur. 

7. Calibre – Steptoe (Signature)
Calibre átti gott ár, hér skeytir hann dubstep áhrifum við drum & bass halfstep fíling með nýjum og ferskum hætti.

8. Gil Scott-Heron – Where did the night go? (XL)
Gil Scott-Heron sneri aftur eftir langa pásu, hefur ekki miklu gleymt að því er virðist. „Where did the night go?“ er mitt uppáhald af breiðskífunni.

9. Joe – Claptrap (Hessle)
Hin dularfulli Joe með einfaldan partýslagara sem ber nafn með rentu.

10. Jam City – Ecstasy Refix (Night Slugs)
Jam City tekur 80s boogie funkara í gegn og býr til bassa anthem fyrir árið 2010. 

11. DVA – Natty (Hyperdub)
12. Martyn – Is This Insanity (Ben Klock Remix) (3024)
13. Lenzman – Open Page feat. Riya (Metalheadz)
14. Roska – Squark (Rinse)
15. James Blake – CMYK (R&S)
16. Moody – It’s 2 late 4 U and Me (KDJ)
17. Caribou – Odessa (City Slang)
18. Aloe Blacc – I Need a Dollar (Stones Throw)
19. Gremino – Shining (Car Crash Set)
20. The Bug – Skeng (Autechre Remix) (Ninja Tune)

21. Loefah – Just a beat (MP3 Give Away)
22. Mizz Beats – My World (Deep Medi)
23. Joker – Digidesign (Om Unit Remix) (White)
24. Hypno – Go Shorty (Ramp)
25. Breakage – Over feat. Zarif (Digital Soundboy)

Breiðskífur:
1. Actress – Splazsh (Honest Jon’s)
2. Mount Kimbie – Crooks & Lovers (Hotflush)
3. Digital Mystikz – Return 2 Space (DMZ)
4. Caribou – Swim (City Slang)
5. Breakage – Foundation (Digital Soundboy)
6. Shed – The Traveller (Ostgut Ton)
7. Virgo – Virgo (Rush Hour)
8. Flying Lotus – Cosmogramma (Warp)
9. Toro Y Moi – Causers of this (Carpark)
10. Calibre – Even If (Signature)

Útgáfur:
1. Swamp 81
2. Night Slugs
3. DMZ
4. Ostgut Ton
5. Hotflush
6. Hyperdub
7. Planet Mu
8. Nonplus
9. Metalheadz
10. Rush Hour

Karl Tryggvason | karltryggvason.com

One response to “Árslisti 2010 – Karl Tryggvason

  1. Topplagið er fantagott, þrátt fyrir að það sé löðrandi í fortíðarþrá 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s