Föstudagsflagarinn – Groove La Chord

Föstudagsflagarinn þessa vikuna er rosaleg techno bomba. Ég heyrði þetta lag með Aril Brikha fyrst árið 1999 á disknum „Thomsen // Neðri hæðin“ þar sem DJ Frímann sá um ferðina. Verð að viðurkenna að ég man ekkert rosalega mikið eftir disknum hans Frímans en hann byrjaði einmitt á þessu lagi og gleymi ég því ekki. Fyrir mér var þetta svona lag þar sem að maður fannst eins og að maður hafi heyrt það áður, þó svo að maður var að heyra það í fyrsta skipti. Frekar undarlegt og man ég ekki eftir neinu öðru lagi sem vakti upp svipaða tilfinningu.

Síðan þá hefur maður heyrt þennan slagara ansi oft og er alveg víst að maður eigi eftir að heyra þetta áfram í komandi framtíð. Þetta klikkaða grúv hljómar alveg eins gott og það gerði við fyrstu hlustun.

Í desember síðastliðnum komu út nýjar útgáfu af þessu lagi og ber þar að nefna mix eftir Deetron, Octave One og Jori Hulkonen. Fín mix þar á ferð en Deetron mixið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Seinna í þessum mánuði kemur síðan út ný safnplata með þessum kappa þar sem þessa klassík er að finna ásamt öðrum perlum.

Góða helgi
Ingvi Jónasson

3 athugasemdir við “Föstudagsflagarinn – Groove La Chord

  1. Bakvísun: Tweets that mention Föstudagsflagarinn – Groove La Chord | DansiDans.com – Raf- og danstónlist á Íslandi -- Topsy.com

  2. mjög gott lag, groover.

    Svo kom upp mikið drama fyrir 2-3 árum þegar Aril Brikha sakaði Schlomi Aber um að stela frá Groove La Chord: http://www.residentadvisor.net/news.aspx?id=9474

  3. Frekar fyndin frétt og yfirlýsingar. Ég get alveg ímyndað mér að það séu margir búnir að taka þetta lag til fyrirmyndar þegar kemur að lagasmíð en hef ekki heyrt þetta lag með „Aber“.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s