Mikið af spennandi mixum á netinu þessa dagana datt í hug að benda á nokkur þeirra.
fknhndsm – Park Street Brooklyn
Dúoið fknhndsm deildi helling af mixum á Soundcloud nú á dögunum. Ég hef ekki komist yfir öll mixin aðeins Park Street Brooklyn og Ginger Man 3. Þau mix eru þó algjör eðall. Sleazy hús og sexy diskó eða öfugt.
fknhndsm – Gingerman 3
Í síðustu viku bætti Kalli ,sem oft er kenndur við Breakbeat.is, mixi við podcastið sitt. Kalli kemur víða við í mixinu spilar allt frá Liquid Liquid til James Blake, enda ber það nafnið Misc mix. Hægt er að nálgast mixið hér.
Húsboltinn Ingvi greip tækifærið þegar hann komst í plötuspilarana sína um jólinn og gerði þetta eðal húsmix. Mixið ber nafnið Time Unlimited og fær það mig til sakna Groovebox kvöldanna.
Tónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson betur þekktu sem Bjössi Biogen féll frá fyrr í mánuðinum. Biogen hafði spilað stóran þátt í íslensku raftónlistarsenunni um árabil. Auk afkastamikils sóloferils var Bjössi hluti af hinni goðsagnakenndu Ajax og stóð fyrir mörgum spennandi raftónlistar tengdum virðburðum meðal annars Weirdcore kvöldunum.
Dj AnDre gerði þetta mix til heiðurs minningu Biogen og á morgun verður stendur Extreme Chillout fyrir sérstöku Biogen tribute kvöldi á Kaffibarnum. Fram koma margir af fínustu raftónlistarmönnum Íslands og hvetur Dansidans fólk til að mæta. Hvíl í friði Biogen.
Flottur póstur, Dj Thor gerði líka mjög skemmtilegt mix núna um daginn.